Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

57. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 18:59:24 (2594)


[18:59]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Nú staðfesti hæstv. ráðherra orð mín í fyrra andsvari mínu þegar hann lauk máli sínu með því að tilkynna að það væri sjálfsagt að tilkynna nefndum þingsins um málið þegar endanleg niðurstaða lægi fyrir. Það er, hæstv. ráðherra, að mínu mati ekki að láta nefndir þingsins fylgjast með. Ég veit ekki hvernig hæstv. ráðherra ætlar að komast hjá því yfir höfuð að nefndir þingsins frétti af málinu þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir. Um það snýst málið ekki. Og, virðulegur forseti, ég verð því miður að segja að með orðum sínum nú staðfesti hæstv. ráðherra þá gagnrýni sem við fulltrúar í landbn. höfum haldið uppi varðandi framgang þessa máls.