Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

57. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 19:11:52 (2598)


[19:11]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Það er samkomulag á milli ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna um þessar 600 millj. sem hv. þm. nefndi. Það er ekkert verið að þvinga þar eitt eða neitt fram, það er samkomulag á milli sveitarstjórnanna og ríkisstjórnarinnar um það efni.
    Vegna samanburðar hv. þm. á framlögum til einstakra skóla, þá er sú eðlilega skýring á því sem Háskólinn á Akureyri fær í auknum framlögum sú að það er skóli sem er í þróun og vexti. Það var stofnuð þar kennaradeild á sl. hausti þannig að það eru mjög eðlilegar skýringar á því að Háskólinn á Akureyri þurfti að fá meira fjármagn.
    Tækniskólinn. Það er kannski ekki alveg raunhæft að bera saman breytingu frá fjárlögum 1993 og til frv. 1994 þar sem réttilega kom fram hjá hv. þm. að þar er lækkun um 6%. Ef við berum saman reikninginn 1992, þá er hins vegar lítils háttar aukning eða um 1%. Tækniskólinn fékk verulega aukið framlag á fjárlögum þessa árs frá 1992 og það er enginn sem segir að það eigi að vera þannig stöðugt. Það er sú einfalda skýring á þessu.