Varamaður tekur þingsæti

58. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 13:33:55 (2602)


     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseta hefur borist svohljóðandi bréf, dags. 14. des. 1993.
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindagjörðum og get því ekki sótt þingfundi næstu viku leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að í forföllum 1. varaþingmanns Alþfl. í Reykv. taki 2. varaþingmaður Alþfl., Valgerður Gunnarsdóttir, sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Jón Baldvin Hannibalsson, 7. þm. Reykv.``


    Enn fremur hefur borist svohljóðandi bréf, dags. 14. des. 1993.
    Forseti Alþingis, frú Salome Þorkelsdóttir. Þar sem ég, sökum veikinda, get ekki tekið sæti Jóns Baldvins Hannibalssonar, óska ég eftir að 2. varaþingmaður Alþfl. í Reykv., Valgerður Gunnarsdóttir taki sæti hans að þessu sinni.
Virðingarfyllst,

Magnús Jónsson, 1. varaþm. Alþfl. í Reykv.``


    Valgerður Gunnarsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hún boðin velkomin til starfa.