Tilkynning um utandagskrárumræðu

58. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 13:34:56 (2603)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti taka það fram að um þrjúleytið í dag fer fram utandagskrárumræða að beiðni hv. 1. þm. Norðurl. v., Páls Péturssonar. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapalaga, hálftímaumræða, og er umræðuefnið landbúnaðarþáttur GATT-samkomulagsins.