Lánastofnanir aðrar en viðskiptabankar og sparisjóðir

58. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 14:54:37 (2624)


[14:54]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vil ekki láta hjá líða að þakka nefndinni fyrir afgreiðslu hennar á þessu máli. Það er mikið að gera í hv. efh.- og viðskn. um þessar mundir. Það er áríðandi fyrir okkur að koma sem flestum málum frá okkur er tengjast EES sem tekur gildi um áramótin, eins og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hefur vakið athygli manna á. Á þeim stutta tíma þarf að afgreiða mörg mál úr nefndinni og ég þakka fyrir þann tíma sem hún hefur gefið þessum málum og ítreka það að ég er mjög sáttur við þessi málalok.