Landbúnaðarþáttur GATT-samkomulagsins

58. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 15:37:04 (2635)


[15:37]

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég ætlaði aðeins að bæta örfáum orðum við þá sérstæðustu söguskýringu sem ég hef nokkrun tímann heyrt að haldin hafi verið alheimsráðstefna í Úrúgvæ til að brjóta niður kreppumúrana sem viðreisnin komst ekki yfir að klára á Íslandi. Ég vil beina því til hæstv. forseta að það verði framhald á þessari umræðu þannig að hæstv. viðskrh. þurfi ekki endanlega að verða sér til skammar, því verði settur punktur þarna þá býð ég ekki í það hvað gæti gerst. Það er ekkert víst að dr. Gylfi verði til staðar eftir 20 ár til að skrifa nýja bók og vísa mönnum veginn hvernig þeir eiga að tala um viðreisnina.