Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun sjávar

59. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 15:52:57 (2639)

[15:52]
     Frsm. utanrmn. (Björn Bjarnason) :
    Frú forseti. Ég geri grein fyrir áliti utanrmn. um till. til þál. um fullgildingu bókunar um breytingar á alþjóðasamningi um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangsefna frá skipum og flugvélum. Álitið er birt á þskj. 366. Nefndin sendi tillöguna til sjútvn. og umhvn. sem mætlu báðar með því að þessi tillaga yrði samþykkt og utanrmn. gerir það einnig samhljóða. Að vísu var Rannveig Guðmundsdóttir fjarverandi við afgreiðslu málsins. Með áliti okkar í utanrmn. eru fylgiskjöl, þ.e. umsögn sjútvn. og umsögn umhvn.