Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

60. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 16:47:28 (2648)


[16:47]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Nú er það svo að það liggja fyrir ítrekaðar samþykktir hjá þeim sem hafa verið kjörnir til þess að stýra þessari stofnun, ítrekaðar samþykktir sem hafa verið sendar bæði til umhvrh. og heilbrrh. og ég held að það hljóti að vera að þeir sem fara með stjórn svona stofnunar viti mætavel hvert er viðhorf starfsfólksins. Ég hef ekki kynnt mér sérstaklega viðhorf þessa starfsfólks. Ég hef rætt við þá sem eru yfir stofnuninni og stjórnendur stofnunarinnar og ég hef lesið þessar samþykktir. Ég hef síðan séð það að þróun stofnunarinnar er öll með þeim hætti að hún er að færast meira yfir á svið umhverfismála.