Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

60. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 16:49:18 (2651)


[16:49]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það virðist liggja mikið við hjá hæstv. umhvrh., það kom best fram í hans máli. Ég vil ekki gera lítið úr því hlutverki sem landlæknisembættið hefur í þessum eftirlitsþætti og það skiptir mjög miklu máli en mér fannst það í máli hæstv. umhvrh. eins og það væri svona algert aukaatriði í þessum þætti málsins og því vil ég ganga eftir þeirri spurningu: Telur hæstv. umhvrh. það koma til greina að sá þáttur, er snýr að eftirlitinu, að matvælunum, heilbrigðiseftirlitinu, verði áfram í höndum landlæknisembættisins eins og það hefur gert hingað til, hann verði hluti af þessari lagasetningu? Ef ekki þá verður eins og ég lýsti í minni ræðu áðan að gera fleiri breytingar á öðrum lögum en hér er lagt til og þá mun það flækja málið auðvitað enn frekar en nú er.