Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

60. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 16:54:53 (2656)


[16:54]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Í Viðey forðum var samið um það og það eitt að eðlilegt væri, eins og það var orðað, að setja kjöt og bein umhvrn. Síðan hafa menn að vísu rætt um þá þætti. Það má segja að þarna sé nú kjötflygsa að fara á beinum umhvrn. og ég hygg að það búi vel að því. Hjá okkur verður sjálfsagt stjórnsýsla og stjórnskipun sífellt til endurskoðunar en á þessu stigi máls hefur önnur ákvörðun ekki verið tekin.