Iðnlánasjóður

60. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 16:58:16 (2659)


[16:58]
     Iðnaðarráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því er sú að gert var ráð fyrir að annað frv. fylgdi með þessu frv., frv. sem kynnt var hér á hinu háa Alþingi á sl. ári og er meðal þeirra mála sem þegar hefur verið tilkynnt að verði lögð fyrir hv. Alþingi. Það frv. hefur ekki verið lagt fram enn og er enn í skoðun í stjórnarflokkunum. Þess vegna hefur það dregist að frv. af þessum toga yrði lagt fram. Þar sem ekki verður samþykkt ný skipan á Iðnlánasjóði frá því sem verið hefur er nauðsynlegt að tryggja sjóðnum áfram tekjustofn og þetta er einasta leiðin sem við höfum til þess.