Almannatryggingar

61. fundur
Miðvikudaginn 15. desember 1993, kl. 15:08:43 (2683)


[15:08]
     Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Gunnlaugur Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég held að hér sé ekki um flókið mál að ræða og slíkt ágreiningsefni að við þurfum að tefja lengi yfir því. Ég vil fyrst vekja athygli á því að í 15. gr. segir að það sé náttúrlega skilyrði að viðkomandi eigi lögheimili hér á landi við fæðingu barnsins og það er náttúrlega grundvallaratriði. En hvað varðar mánuðina á undan þá hélt ég og held að það sé enginn í vafa um það að lögheimilistíminn sé jafngildur á EES-svæðinu. En grundvallaratriðið er náttúrlega það að viðkomandi eigi lögheimili hér á landi við fæðingu barnsins.
    Það sem við höfum verið að gera hér er að færa fyrst og fremst til samræmis í okkar breytingartillögum og ég vona að hv. þm. styðji okkur alla hv. nefndarmenn í því starfi.