Félagsleg aðstoð

61. fundur
Miðvikudaginn 15. desember 1993, kl. 15:38:25 (2689)


[15:38]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Ég tel það bara alls ekki neinn tilgang að senda fólk út af vinnumarkaðnum, hvorki megintilgangur né neinn annar tilgangur. Ég tel að það sé alls ekki með þessari breytingu verið að leggja það til. Ég er alveg sammála hv. þm. að þetta er mjög mikilvæg brtt. og ég tek heils hugar undir hana og var raunar flm. að sams konar tillögu hér fyrir nokkuð mörgum árum. Ég vildi bara ítreka þann skilning minn að það er alls ekki tilgangurinn að senda fólk út af vinnumarkaði eins og hv. þm. orðaði það en í flestum ef ekki öllum tilvikum eru það konur sem mundi verða ýtt út af vinnumarkaðinum eins og verið er að gera í allt of ríkum mæli. Nú þegar er farið að bera á því í mjög ríkulegum mæli erlendis en einnig því miður hér á landi að það er verið að ýta konum út af vinnumarkaði eins og m.a. sést á því að það eru miklu fleiri konur atvinnulausar en karlar. Það er mjög varasamt að túlka þetta ákvæði á þann hátt að það eigi að auka það að konur fari heim og hugsi um þá veiku. Nóg gera þær nú samt í aukavinnu nú þegar.