Almannatryggingar

61. fundur
Miðvikudaginn 15. desember 1993, kl. 20:38:20 (2698)

[20:38]
     Kristín Einarsdóttir :
    Virðulegur forseti. Hér er þingið búið að samþykkja við 2. umr. að ráðherra sé heimilt að kveða á í reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara, en síðari málsl. hljóðar svo, með leyfi forseta:
    ,,Þá er ráðherra heimilt að birta sem reglugerðir reglur Evrópubandalagsins um almannatryggingar.``
    Ég tel mjög óeðlilegt að í íslenskri löggjöf skuli vera ákvæði sem þetta, þ.e. að reglur Evrópubandalagsins geti verið birtar hér sem reglugerð án þess að brtt. eða þær reglur sem þarna er kveðið á um komi fyrir Alþingi og þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessum lið.