Almannatryggingar

61. fundur
Miðvikudaginn 15. desember 1993, kl. 20:39:28 (2699)


[20:39]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Hér er sýnishorn af því sem koma skal. Það á að heimila ráðherrum með reglugerð einni saman að lögfesta reglur frá Evrópubandalaginu og það stendur í lagaskýringunni með 66. gr. að greinin sé ,,samhljóða 81. gr. laganna að öðru leyti en því að sérstaklega er tekið fram að reglur Evrópubandalagsins um almannatryggingar skuli lögfesta hér á landi í formi reglugerða.``
    Ég trúi því varla að það sé alvara meiri hlutans á Alþingi og þeirra sem styðja þennan samning að haga lagasetningu með þessum hætti. Málið hlýtur að koma til sérstakrar athugunar í ljósi þess við 3. umr. málsins. Ég segi nei.