Ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs

61. fundur
Miðvikudaginn 15. desember 1993, kl. 21:49:17 (2719)


[21:49]
     Jóhann Árssælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. 4. þm. Norðurl. v. hefur verið formaður sjútvn. þingsins. Hann hefur sjálfsagt manna mest starfað að því að koma þessu í lög sem hér gildir um stjórn fiskveiða. Hann veit vel hvernig þessi lög hafa síðan virkað. Hann veit alveg nákvæmlega hvað er að gerast. Hann veit hvernig er keypt og selt í sjávarútveginum og hann veit hverjir þurfa að borga þennan auðlindaskatt. Hann veit að það eru sjómennirnir og hann veit að það eru kvótalitlu útgerðirnar sem borga hann. Hann veit miklu meira en hann lætur uppi í ræðustól á Alþingi.