Ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs

61. fundur
Miðvikudaginn 15. desember 1993, kl. 22:54:37 (2741)


[22:54]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er ekki maður sem hefur góðan málstað að verja sem fer að ræða um virðisaukaskatt og matvæli í andsvörum um sjávarútvegsmál. Það er alveg rétt, hv. þm., að ég held að menn séu menn að meiri að skipta um skoðun ef menn sjá fyrir því rök. En það er ekki málið núna. Ég get tekið undir það með hæstv. sjútvrh. í þessu máli að það er kannski aðalatriðið að hafa skoðun. ( SJS: Og alltaf

þá sömu?) Nei, ekki endilega alltaf þá sömu. Ef rök eru til, þá geta menn skipt um skoðun. En ég hef fylgst með þessari umræðu eins og ég sagði á þessu kjörtímabili um sjávarútvegsmál á Alþingi, en ég er afskaplega litlu nær um það hver er skoðun alþýðubandalagsmanna á sjávarútvegsmálum. Út frá því er afskaplega skiljanlegt að hv. þm. kjósi að slá málinu á dreif með því að fara að ræða um virðisaukaskatt. Það segir kannski mesta söguna um stefnufestu Alþb. í sjávarútvegsmálum að menn treysta sér ekki að ræða um sjávarútvegsmál í andsvari um málaflokkinn heldur fara að ræða um virðisaukaskatt. ( SJS: Var þetta eitthvað viðkvæmt fyrir ræðumanninn að minna á ...)