Vinna í nefndum við frágang fjárlaga o.fl.

62. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 10:39:37 (2778)


[10:39]
     Sigbjörn Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Aðeins vegna þeirra orða sem fallið hafa hér á undan og þá sérstaklega vegna orða hv. þm. Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar vil ég taka fram að í ræðu minni í gær óskaði ég eftir frestun á 3. umr. fjárlaga og sagði að fjárln. ætti eftir að afgreiða nokkur mál. Auk þess vitnaði ég til 25. gr. þingskapa þar sem segir að álit efh.- og viðskn. varðandi tekjuhliðina skuli liggja fyrir. Í því fólst ekki nokkur ásökun á hv. efh.- og viðskn. um að hún sinnti ekki þeim störfum sem hún á að sinna, þvert á móti. Ég vitnaði einungis til þess að álitið hefði ekki borist. Við hvern er að sakast í því efni ætla ég ekki um að segja.