Veiting ríkisborgararéttar

62. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 15:23:51 (2814)

[15:23]
     Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 400 frá allshn. um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar.
    Nefndin hefur fjallað um frv. með svipuðum hætti og verið hefur á undanförnum löggjafarþingum. Kannað var hvort umsóknir, sem nefndinni bárust, uppfylltu þau skilyrði sem allsherjarnefnd hefur sett fyrir veitingu ríkisfangs, sbr. þskj. 910 frá 112. löggjafarþingi. Til að auðvelda málsmeðferð fóru formaður og tveir nefndarmanna yfir umsóknir sem bárust nefndinni áður en nefndin í heild fjallaði um einstakar umsóknir með tilliti til fyrrgreindra skilyrða.
    Umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt, sem ekki hljóta afgreiðslu nú, munu væntanlega koma aftur til umfjöllunar á vorþingi.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en aðrir nefndarmenn undirrita þetta nál.
    Þess má geta að það voru óvenju margir sem sóttu um nú og uppfylltu skilyrði til að fá ríkisborgararétt eftir að frv. kom fram. Einnig er rétt að geta þess að nefndin hefur hug á því og hefur rætt það sérstaklega að endurskoða reglurnar um ríkisborgararétt og vonandi getur það orðið fyrir vorið.