Framleiðsla og sala á búvörum

62. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 16:22:16 (2828)


[16:22]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. þm. kemur hér upp æ ofan í æ til að reyna að gefa það í skyn að það hafi staðið á landbrn. að standa fyrir hagræðingu í mjólkuriðnaði. Nú veit hv. þm. að þetta er fullkomlega rangt. Og raunar skrítið hvers vegna hv. þm. tekur málið upp með þessum hætti. Það hafa átt sér stað ákveðnar viðræður bæði milli landbrn., framleiðsluráðs og forustumanna í bændasamtökum og sumt af því sem hann sagði hér áðan er í fullu ósamræmi við það sem formaður Landssambands kúabænda heldur fram t.d. Það er því síður en svo að hv. þm. sé hér að flytja þá stefnu sem starfsbræður hans gera, mjólkurframleiðendur um land allt.