Afgreiðsla mála á dagskrá

63. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 18:18:48 (2865)


[18:18]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Ég vil lýsa mikilli undrun á því hvernig haldið hefur verið á þessu máli sem hér hafði verið veitt afbrigði fyrir, mikilli undrun, vegna þess að eins og hér hefur komið fram er um mikið alvörumál að ræða, mikil samstaða um að þetta mál komi hér fyrir og fái sem fyrst afgreiðslu. Ég bið því forseta um að hlutast til um að það verði frá því gengið að það dragist ekki úr hömlu að málið verði hér rætt. Ég veit ekki hvað er fyrirhugað um fundahald. Ég hef ekki heyrt hvað er ráðgert í þeim efnum, en ég óska eftir því að forseti greini okkur frá því hvenær þetta mál verði tekið á dagskrá og það verði tímasett.