Prestssetur

63. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 21:44:33 (2871)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti getur upplýst, eins og forseti telur reyndar að hv. þm. hafi vitað um, að þegar lokið er umræðu um það mál sem nú er til umræðu, þá verður þetta mál tekið fyrir og væntanlega afgreitt þar sem forseta skilst að það verði ekki miklar umræður um það. Það hefur ekki hvarflað að forseta að sú afgreiðsla færi fram eftir miðnætti heldur hlýtur það að gerast fyrir miðætti. Þannig hafði forseti hugsað það, en auðvitað veit forseti ekki fyrir fram hversu langan tíma umræður taka í hverju máli og getur ekki svarað því heldur.