Prestssetur

63. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 21:48:00 (2874)


[21:48]
     Ólafur Ragnar Grímsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Það er óhjákvæmilegt að geta þess að sá sem var í forsetastól fyrir kvöldmatarhlé og óskaði eftir því að við tækjum tillit til þess að vegna sérstakra aðstæðna væri það mál sem nú er á dagskrá tekið fyrir, gaf okkur það til kynna að síðan yrði þetta mál tekið fyrir í upphafi kvöldfundar. Það var ekkert orðað að það væri skilyrt að eitthvert annað mál sem ég satt að segja skil nú ekki af hverju er hér til umræðu í kvöld, botna yfir höfuð ekkert í því að það sé svo brýnt að það verði að ræða það hér í kvöld --- en að við fulltrúar umhvn. skulum þurfa að standa hér í skaki við forseta þingsins yfir því að fá tekið á dagskrá einróma tillögu umhvn. um að Alþingi Íslendinga mótmæli þeirri ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að þessi endurvinnslustöð sé tekin í notkun, er satt að segja alveg óskiljanlegt.