Prestssetur

63. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 01:33:13 (2907)


[01:33]
     Ólafur Ragnar Grímsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Ég þarf ekki að ítreka að alvara þessa máls er mikil. Ég held hins vegar að það sé skynsamlegra að við fáum tækifæri áður en umræðan heldur lengra áfram til að ræða við hæstv. fjmrh., jafnvl þótt utan þingasalar sé, til að glöggva okkur á því hvað hér er raunverulega á ferðinni.
    Ég setti fram þá ósk við virðulegan forseta að þessari umræðu yrði frestað svo slíkt tækifæri gæfist. Ég ætla ekki að fara í harðan slag við hæstv. forseta um það. En ég minni bara á það að á síðasta kjörtímabili þegar Sjálfstfl. óskaði eftir frestun á umræðu vegna þess að fjmrh. væri fjarverandi þá var ávallt orðið við þeirri ósk og stundum var hún sett fram af mikilli hörku af hálfu Sjálfstfl. þá. En það var ávallt orðið við henni. Það er engin viðleitni hér að reyna að tefja þetta mál en við viljum fá að vita það hvað hér raunverulega er að gerast. Og fjmrn. setur ekki á blað sem fylgiskjal með þessu frv. svona texta nema mikil alvara sé þar á bak við. Ég held að það væri skynsamlegra að okkur gæfist tækifæri til að kanna málið hér utan þingsalar í stað þess að vera að eyða tíma hér í einhver áframhaldandi ræðuhöld í þessari umræðu sem engu skilar.