Prestssetur

63. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 01:35:20 (2909)


[01:35]
     Geir H. Haarde (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort hv. 8. þm. Reykn. gerir neitt með það eða hvort hann hefur haft eitthvert samráð við sinn þingflokksformann um það en það er samkomulag þingflokksformanna um að ljúka þessu máli. Og ég sé ekki, ef hv. þm. óskar eftir því að ræða við fjmrh. utan fundar, af hverju hann getur ekki gert það áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Hún þarf ekkert að fara fram í upphafi fundar á morgun.
    En ég tel einsýnt að við ljúkum þessari umræðu. Ef það eru meinbugir á þessu máli sem koma fram fyrir atkvæðagreiðslu um 2. umr. þá geta menn auðvitað kynnt sér það og komist að niðurstöðu um það og síðan er eins og hæstv. forseti hefur margbent á tækifæri til að fara ofan í slík atriði við 3. umr. Þetta þarf auðvitað ekkert að segja mönnum, þetta vita allir hv. þm. Síðan vek ég athygli á því að hér bíður mál sem þarfnast afgreiðslu og það er ástæðan fyrir því að hér bíða enn svo margir þingmenn sem raun

ber vitni til þess að geta verið hér og greitt atkvæði um mál sem hefur verið afgreitt samhljóða úr utanrmn.