Starfsleyfi fyrir THORP-endurvinnslustöðina

64. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 02:02:37 (2912)


[02:02]
     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Um leið og lýsi að sjálfsögðu stuðningi við þetta mál þá vil ég vekja á því athygli að að þessu sinni hefur þingið breytt um venju. Það hefur tekið upp skynsamlegri vinnubrögð en yfirleitt

hafa verið viðhöfð hvað það snertir, að þegar þingnefnd flytur mál þá hefur þeim yfirleitt ekki verið vísað til nefndar. Nú var aftur á móti sá háttur hafður á að vísa máli til annarrar nefndar en flutti málið, þannig að hægt var að segja að um endurskoðun og yfirlit væri að ræða. Ég vil líta svo á að umhvn. þurfi ekki frekari endurskoðun en aðrar nefndir þingsins. Ég lít svo á að hér sé um stefnubreytingu hjá forsetum þingsins að ræða og vil þess vegna þakka fyrir þá stefnubreytingu.