Skattamál

65. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 15:36:42 (2926)


[15:36]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Þetta er ekki viðkvæmt hjá framsóknarmönnum. Við erum vissir um að við stöndum hér með gott mál í höndunum. Við erum með heildstæðar tillögur sem miða að því að ná sama árangri í tekjujöfnun, betri árangri hvað snertir verðlagsþróun og mun betri árangri hvað snertir stöðu ríkissjóðs og þær eru heildstæðar og menn velja ekkert út úr og ákveða: Við ætlum að styðja þetta en ekki hitt.
    Hin pólitísku tíðindi hér í dag eru væntanlega þau og kannski hin sögulegu tíðindi, svo maður taki sér nú í munn frasa sem er mjög vinsæll hjá formanni Alþb., hin pólitísku tíðindi eru þau að það stefnir allt í það að allt heila ,,skattabix`` ríkisstjórnarinnar fari í gegn hér fyrir jól fyrir tilverknað Alþb.