Framleiðsla og sala á búvörum

66. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 23:23:36 (2974)


[23:23]

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég tek undir það að landbn. er undir traustri forustu og formaður hennar leggur metnað sinn í það að vinna vel. Athugasemd hæstv. ráðherra um að þarna væru glöggir menn og þeim nægði klukkutími á mesta annadegi þingsins til þess að afgreiða þetta er nokkuð í ætt við virðingu núv. hæstv. ríkisstjórnar fyrir Alþingi og störfum þess og talandi dæmi um það. Ráðherrarnir telja að þeir geti hvenær sem er komið með hvaða mál sem er og rúllað því í gegnum Alþingi. Það er eins og um leið og menn koma í ráðherrastól gleymi þeir því sem kannski hefur hrotið af munni þeirra sömu manna þegar þeir voru hér sem almennir þingmenn. Ég er hræddur um að það hefði verið lamið fast og oft í borðin á Alþingi og farnar upp margar ferðir um þingsköp ef svona hefði verið unnið meðan hæstv. ráðherra var óbreyttur þingmaður.