Prestssetur

66. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 00:12:07 (2996)


[00:12]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Íslenska þjóðkirkjan er bæði sjálfstæð og frjáls. Andinn er frjáls og það er boðun kirkjunnar sem skiptir höfuðmáli. Biskupar hennar í gegnum söguna hafa verið þekktir út frá tveimur pólum. Annars vegar vegna boðunar hennar og hins vegar vegna efnishyggju sinnar.
    Það verður að sjálfsögðu hver að meta fyrir sig í hvorum flokknum hann vill standa. Ég tel þess vegna að þeir hafi misskilið þau átök sem hér urðu, þau átök voru milli framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins. Það er spurningin um þrískiptingu valdsins. Það er ekki spurning um frelsi kirkjunnar. Andinn er frjáls og boðuðin er frjáls. Þess vegna er íslenska þjóðkirkjan frjáls.