Tekjustofnar sveitarfélaga

66. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 01:57:16 (3010)


[01:57]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Frú forseti. Það er greinilegt að þessi talnaleikur kemur frekar illa við hæstv. fjmrh. En sýnt hefur verið fram á það með rökum að þarna er um 400 millj. kr. skattheimtu að ræða vegna þess að útsvarsheimild er hækkuð um 1,7% en tekjuskattur aðeins lækkaður um 1,5%. Ráðherrann blandar þarna saman ýmsum aðgerðum í ríkisfjármálum öðrum svo sem að fella niður landsútsvarið og auka framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í staðinn.