Tekjustofnar sveitarfélaga

66. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 02:27:18 (3018)


[02:27]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Af því að Reykjavík er nefnd sérstaklega. Ef Reykjavíkurborg telur sig ekki þurfa á því að halda að hækka útsvar þetta mikið upp í 8,4%, og búið er að setja ákvæði um lágmarksútsvar þá er auðvitað Reykjavíkurborg, eins og reyndar öðrum sveitarfélögum, í lófa lagið að lækka aðra skatta sem þeir leggja á eins og fasteignaskatta eða vatnsskatt, hitaveitugjald eða fleiri skatta. Það getur því verið í hlut Reykjavíkur að lækka skattana annars staðar ef það þarf ekki á þessum fjármunum að halda.