Skattamál

67. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 09:18:14 (3021)


[09:18]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
    Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við hv. efh.- og viðskn. að gerðar verði breytingar á því frv. sem hér er til umræðu á milli 2. og 3. umr. Þær breytingar sem um er að ræða eru þær að fólksflutningar og ferðaskrifstofuþjónusta færist undan skattskyldu en jafnframt verði tryggingagjald á þessum greinum fært aftur til þess horfs sem það er nú í eða úr 2,5% í 6%.
    Það er ósk mín, virðulegur forseti, að brtt. þessar verði teknar til umræðu í nefndinni á sérstökum fundi sem yrði þá væntanlega boðaður á milli 2. og 3. umr. Það er jafnframt ósk mín að brtt. hv. minni hluta sem lúta að þessum atriðum sérstaklega verði kallaðar aftur til að hægt verði að skoða þær ásamt þessum á milli 2. og 3. umr. málsins.