Skattamál

67. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 11:42:16 (3041)


[11:42]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég hélt að hæstv. fjmrh. vissi hvað væri gert hér á Íslandi ef vart verður við eitthvað slíkt. Þá er sala stöðvuð og vandinn er upprættur. En ég get endurtekið það að það er af sannfæringu sem ég tala fyrir þessu máli hér og styð það sem Framsfl. leggur áherslu á að nú sé gert. En hitt vitum við og er viðurkennt, m.a. af hv. 5. þm. Norðurl. v., talsmanni Sjálfstfl. og stjórnarinnar í efh.- og viðskn., hann viðurkennir það að stefna ríkisstjórnarinnar sé vitlaus. Það eru staðreyndir sem allir hafa heyrt. Og þá skil ég mætavel að hæstv. fjmrh. líður ekki vel um þessar mundir að vera að fara út í það fen sem hann er að leggja í núna.