Málefni aldraðra

67. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 11:49:34 (3044)

[11:49]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra sem er 295. mál á þskj. 414. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að setja á laggirnar sérstakt öldrunarmálaráð sem mun fara með yfirstjórn öldrunarmála í Reykjavík í umboði borgarráðs og borgarstjórnar. Öldrunarmálaráðið mun ekki verða undirnefnd félagsmálaráðs eins og gert er ráð fyrir í lögum um málefni aldraðra heldur mun ráðið heyra beint undir borgarráð og borgarstjórn.
    Þessi málefni, öldrunarmálin, eru sívaxandi málaflokkur í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og hefur borgarstjórn þótt rétt að setja sérstaka nefnd yfir þennan málaflokk. Þar sem ákvæði 5. gr. núgildandi laga um málefni aldraðra veita sveitarfélögum ekki það svigrúm sem nauðsynlegt er til að skipa þessum málum svo sem þeim þykir hentugt með hliðsjón af umfangi þessa málaflokks er frv. þetta flutt.
    Ég leyfi mér, virðulegi forseti, að leggja til að að lokinni þessari umræðu verið málinu vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og trn.