Tekjustofnar sveitarfélaga

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 14:04:44 (3058)

[14:04]
     Jón Kristjánsson :
    Frú forseti. Það ákvæði sem hér er til atkvæða felur í sér tilskipun frá ríkisstjórninni að lögbinda sveitarfélögin til að leggja á lágmarksútsvar og skylda þau þar með til meiri skattheimtu en sum þeirra hafa þörf fyrir. Ég tel að þörfin fyrir þessa aðgerð sé alls órökustudd og segi því nei.