Tekjustofnar sveitarfélaga

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 14:22:40 (3067)


[14:22]
     Sturla Böðvarsson :
    Virðulegi forseti. Með þessu frv. liggur fyrir að höfuðborgin leggur mjög mikið af mörkum í sameiginlega sjóði landsmanna með því að útsvarsreglum er breytt. Ekki síður vil ég að það atriði komi fram að með því að hafa lágmarksútsvar auðveldar það að beita Jöfnunarsjóði eins og á að gera gagnvart sveitarfélögunum í landinu.