Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

69. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 16:08:51 (3085)


[16:08]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er óvanalegt að hv. þm. Svavar Gestsson komi svo fullur iðrunar hér í ræðustól. En ég vil lýsa því yfir að ég mun ekki hafa uppi nein eftirmál sökum þess að honum láðist að lesa þetta frv. í fyrra. Ég vænti þess auðvitað að hann vinni af meiri kostgæfni í framtíðinni.
    Varðandi ábendingar hans um nánara samstarf við formann Tófuvinafélagsins þá er það nú svo að það hefur verið haft samráð við hann að vísu ekki um þessa grein. Það er rétt að það komi hér fram að formaður Tófuvinafélagsins hafði einmitt samband við umhvrh. í því skyni að falast eftir ákveðnum líkamshluta ísbjarnar sem felldur var fyrir norðan Ísland.