Skattamál

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 11:05:11 (3121)

[11:05]
     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Það er mikil þörf á að bæta kjör láglaunafólks og að jafna kjörin í landinu. En með þeirri aðgerð sem hér er verið að greiða atkvæði um og kemur í kjölfar kjarasamninga frá sl. vori er verið að færa mun meira fjármagn til hinna tekjuhærri í þjóðfélaginu. Þeirra sem hafa meira á milli handanna og neyta meira. Auk þess felst í þessari aðgerð manneldisstefna sem ég get ekki fellt mig við. Ríkisstjórnin hefur staðið þannig að þessu máli að það er hneyksli. Ég lýsi ábyrgð á hendur ríkisstjórninni og hún verður að taka afleiðingum af þessari aðgerð. Ég greiði ekki atkvæði.