Skattamál

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 11:06:55 (3122)


[11:06]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Það hefur verið og er stefna Alþb. að rétt sé að hlífa brýnustu lífsnauðsynjum heimilanna, menningu og almenningssamgöngum og slíkum liðum við skattlagningu af þessu tagi. Við styðjum því þessa kerfisbreytingu eins og við höfum gert jafnan þó svo að ábyrgðin af framkvæmdinni nú sé að sjálfsögðu á hendi hæstv. ríkisstjórnar. Ég er sannfærður um það að til lengri tíma litið og að breyttu breytanda ásamt með skynsamlegum tekjujafnandi ráðstöfunum í skattkerfinu þá verður það hinum stærri

og tekjulægri fjölskyldum til hagsbóta að hafa sem lægsta og helst enga skattlagningu á brýnustu lífsnauðsynjum. Ég segi því já með góðri samvisku, hæstv. forseti.