Skattamál

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 11:23:50 (3126)


[11:23]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Þar sem ég hef nýlega tekið þátt í því að greiða atkvæði með því að hluti af vörum, þ.e. matvörur, fari í 14% virðisaukaskatt þá tel ég eðlilegt að bæta það upp á einhvern hátt. Mér hefur alltaf fundist eðlilegra að meira af sameiginlegum gjöldum okkar kæmi frá atvinnurekstrinum en að sífellt væri bætt gjöldum á einstaklinga. Ég segi því já.