Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 17:25:25 (3184)

      [17:25]
     Rannveig Guðmundsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég hef lagst gegn svokölluðum skólagjöldum í þeim skólum þar sem ég tel eðlilegt að skilgreina nám sem almennt nám. Þar á ég við nám í grunn- og framhaldsskólum, svo sem mennta- og fjölbrautaskólum. Ég hef lagst gegn því að slíkar greiðslur vegna skólagöngu séu færðar á fjárlög ríkisins. Ég hef hins vegar brugðist öðruvísi við lánshæfu framhaldsnámi og tel að þar gildi e.t.v. önnur sjónarmið. Nám í þeim skólum sem hér um ræðir og koma til afgreiðslu á eftir er lánshæft í Lánasjóði ísl. námsmanna og hef ég fengið upplýsingar þar um hjá LÍN.
    Hér er um það að ræða að setja sams konar ákvæði og er í lögum um sambærilega skóla. Ég hef afgreitt þetta mál úr efh.- og viðskn. án fyrirvara og mun því greiða atkvæði hér samkvæmt því.