Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 17:50:47 (3192)


[17:50]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Eins og þingheimur veit þá hefur þessi grein verið talsvert mikið rædd en ég tel engu að síður rétt að nota aðstöðu mína hér til að lesa upp málsliðinn þannig að ljóst sé um hvað málið fjallar. En hann hljóðar svo, með leyfi forseta:
    ,,Ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við leit að áður óþekktum tófugrenjum nema veiðistjóri samþykki leitina fyrir fram.`` --- Eru þetta ekki nægileg rök til þess að segja nei, hæstv. forseti? Ég segi nei.