Tilkynning um dagskrá

72. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 18:27:46 (3203)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill að sjálfsögðu sjá til þess að nefndir sem þurfa að vinna fái til þess tíma. Það hefur verið óskað eftir því að efh.- og viðskn. fái tíma til að ljúka því sem hún þarf að ljúka. Það hefur komið fram hjá formanni nefndarinnar að hann getur ekki á þessari stundu lofað því hvenær því starfi verður lokið, jafnvel ekki að því verði lokið klukkan átta. Þess vegna sýnist forseta skynsamlegast núna að gera hlé til klukkan átta í þeirri von að þá verði nefndin búin að ljúka sínum störfum og það verði hægt að hefjast handa á ný. Komi í ljós að svo verði ekki þá verður að taka afstöðu til þess þegar þar að kemur. Þess vegna verður þessum fundi frestað til klukkan átta.
           [Fundarhlé. --- 18:28]