Skattamál

72. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 23:15:47 (3230)


[23:15]
     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ef hv. þm. Kristín Einarsdóttir hefði nú fylgst aðeins með því sem hefur verið að gerast í sambandi við þessi mál nú í sumar þá hefði hún væntanlega tekið eftir því að skattyfirvöld eða skattstjórar hafa einmitt verið að fetta fingur út í það hvað væri borgað mikið fyrir einstakar auglýsingar í tímaritum sem hafa verið gefin út á vegum stjórnmálaflokka. Hvað væri greitt mikið fyrir einstakar styrktarlínur. Og það hafa verið sett á þetta óformleg verðlagshöft. Nú tók ég dæmi af Veru sem var einungis tímarit sem ég vissi að hv. þm. þekkir ákaflega vel. En sem önnur dæmi má nefna það að skattstjórar hafa verið að strika út áskriftir að Tímanum og Þjóðviljanum.