Fjárlög 1994

73. fundur
Þriðjudaginn 21. desember 1993, kl. 02:41:38 (3282)


[02:41]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Þegar fjárln. hafði lokið við að afgreiða samgrn. og skipta þar niður liðum, þá var komið að síðasta degi afgreiðslu í fjárln. með þessa tillögu sem hér er í lið 5.17. Og þó að ég sé ekki andvíg því að til markaðsátaks sé efnt til þess að lengja ferðamannatímann á Íslandi þá tel ég að þetta hefði átt að vera hlutverk Ferðamálaráðs og það hefði á átt að láta vera að skerða jafnframt í þessum fjárlögum framlög til Ferðamálaráðs. Ég greiði því ekki atkvæði með þessum lið.