Ferill 83. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 83 . mál.


371. Breytingartillögur


við frv. til l. um almannatryggingar.

Frá minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (FI, IP, MF, ISG).


    Við 3. gr. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Nám við tryggingaskóla skal metið starfsmönnum til launahækkunar.
    Við 8. gr. Á eftir fyrri málslið 3. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Trúnaðarmenn skulu hafa stundað nám við tryggingaskóla Tryggingastofnunar ríkisins.
    Á eftir 8. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Á vegum Tryggingastofnunar ríkisins skal starfræktur tryggingaskóli. Hlutverk hans er að mennta og þjálfa starfsmenn stofnunarinnar og svæðisskrifstofa með það að markmiði að tryggja hæfni þeirra og þekkingu á sviði tryggingamála. Ráðherra skal, að fengnum tillögum tryggingaráðs og í samvinnu við menntamálaráðuneyti, semja skipulagsskrá og starfsreglur fyrir skólann.
    Við 10. gr. Á eftir orðinu „örorkulífeyris“ komi: endurhæfingarlífeyris.
    Við 11. gr. 3. mgr. falli brott.
    Á eftir 12. gr. komi ný grein, Endurhæfingarlífeyrir, svohljóðandi:
                  Þegar ekki verður séð hver örorka einstaklings verður til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys skal greiða honum endurhæfingarlífeyri í allt að tólf mánuði eftir að greiðslu sjúkra- eða slysadagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar lýkur eða þar til unnt er að meta varanlega örorku, þó aldrei lengur en í 18 mánuði. Skilyrði er að viðkomandi gangist undir greiningu eða meðferð á sjúkrastofnun eða utan slíkrar stofnunar eftir reglum sem tryggingaráð setur og ráðherra staðfestir. Endurhæfingarlífeyrir skal nema sömu fjárhæð og grunnlífeyrir örorkulífeyris ásamt tekjutryggingu. Sjúkrahúsvist í greiningar- og endurhæfingarskyni skerðir ekki bótagreiðslur.
    Við 30. gr. Á eftir c-lið 1. mgr. komi nýr stafliður er orðist svo:
        d.    Foreldri hlýtur eigi minni bætur en 193.055 kr. og allt að 579.165 kr. eftir því að hve miklu leyti það naut stuðnings hins látna við fráfall hans.
    Við 36. gr. Á eftir k-lið komi nýr stafliður er orðist svo:
        l.    Uppihaldsstyrk til sjúklings og fylgdarmanns ef dvelja þarf 14 daga samfellt eða lengur á 12 mánaða tímabili vegna læknismeðferðar utan heimabyggðar. Uppihaldsstyrkur greiðist frá og með 15. degi. Skilyrði er að ekki sé hægt að veita sjúklingi nauðsynlega meðferð í heimabyggð. Styrkur til sjúklings miðast við dvöl hans utan sjúkrahúss. Ráðherra skal setja frekari reglur um greiðslu uppihaldsstyrks.