Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 251 . mál.


406. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingar í skattamálum.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (RG, SP, GuðjG, ÁRÁ).



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Samlagsfélög með ótakmarkaðri ábyrgð minnst eins félagsaðila geta ekki verið sjálfstæðir skattaðilar.
    Við 3. gr. Orðin „á vegum utanríkisráðuneytisins“ í síðari málslið efnismgr. falli brott.
    Við 4. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    1. efnismgr. b-liðar orðist svo:
                            Einstakar gjafir til menningarmála, vísindalegra rannsóknastarfa, viðurkenndrar líknarstarfsemi og kirkjufélaga, þó ekki yfir 0,5% af tekjum skv. B-lið 7. gr. á því ári sem gjöf er afhent. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð hvaða málaflokkar og stofnanir falla undir þennan tölulið.
         
    
    Við greinina bætist tveir nýir stafliðir er orðist svo:
                  c. 3. tölul. orðast svo:
                             Tap á útistandandi viðskiptakröfum, ábyrgðum og lánveitingum, sem beint tengjast atvinnurekstrinum, á því tekjuári sem eignir þessar sannanlega eru tapaðar.
                             Útistandandi viðskiptakröfur og lánveitingar, sbr. 1. mgr., í árslok, sbr. 2. mgr. 5. tölul. 74. gr., er heimilt að færa niður um allt að 5% og telja þá fjárhæð til frádráttar skattskyldum tekjum.
                  d. Við 4. tölul. bætist ný málsgrein er orðast svo:
                             Sannanlega tapað hlutafé sem verðbréfasjóðir, samkvæmt lögum nr. 10/1993, um verðbréfasjóði, og fjárfestingafélög skv. 23. gr. laga nr. 9/1984 hafa fjárfest í á því tekjuári er hlutafé tapast.
    Við 10. gr. Síðari efnismgr. orðist svo:
                  Tekjuskattur sameignarfélaga, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr., skal vera 41% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.
    Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 74. gr. laganna:
         
    
    2. mgr. 5. tölul. orðast svo:
                            Útistandandi kröfur skal telja til eignar á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuðstól sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs, nema sannað sé að þær séu minna virði. Frá þannig töldu verði útistandandi viðskiptakrafna og lánveitinga er þó heimilt að draga allt að 5% og mynda með því mótreikning fyrir kröfum sem kunna að tapast. Útistandandi viðskiptakröfur og lánveitingar í þessu sambandi teljast kröfur sem stofnast vegna sölu á vörum og þjónustu og aðrar lánveitingar sem beint tengjast atvinnurekstrinum.
         
    
    Við 5. tölul. bætist ný málsgrein er orðast svo:
                            Útistandandi skuldir á hendur viðurkenndum sjálfseignarstofnunum, sem samhliða veita kröfuhafa íbúðarrétt, má telja til eignar samkvæmt fasteignamati viðkomandi íbúðar.
    Á eftir 12. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Við 102. gr. A laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Við rannsóknaraðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins skal gætt ákvæða laga um meðferð opinberra mála eftir því sem við getur átt, einkum varðandi réttarstöðu grunaðra manna á rannsóknarstigi.
    Á eftir 14. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
                  Skattaðila, sem fengið hefur að niðurfæra skuldir sem færðar hafa verið niður hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins samkvæmt lögum nr. 108/1992 eða hefur fengið eftirgefnar skuldir á grundvelli 33. gr. laga nr. 3/1992, er heimilt að fyrna eignir, sem fyrnanlegar eru skv. 32. gr. og tengjast loðdýrabúskap, um fjárhæð sem nemur niðurfærslunni eða eftirgjöfinni. Ekki má mynda rekstrartap vegna fyrninga samkvæmt þessu ákvæði og ekki má nota þær til að fresta yfirfærslu rekstrartapa frá fyrri árum.
    16. gr. falli brott.
    Við 18. gr. Við bætist nýr stafliður, a-liður, er orðist svo:
                  Við 1. tölul. bætist nýr málsliður er orðist svo: Flutningur á ökutækjum með ferjum, sem eru í beinum tengslum við fólksflutninga, telst til fólksflutninga samkvæmt þessum staflið.
    Orðin „við kaup af óskattskyldum aðilum“ í efnismgr. 19. gr. frumvarpsins falli brott.
    Við 30. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Ný málsgrein bætist við 49. gr. laganna sem verði 3. mgr. og orðast svo:
                  Fjármálaráðherra er heimilt að kveða á um í reglugerð að skattskyldur aðili geti á grundvelli skriflegs samnings tekið að sér að sjá um framtal, skil og uppgjör virðisaukaskatts af skattskyldri sölu á vöru eða þjónustu annars aðila.
    37. gr. falli brott.
    45. gr. orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á tollskrá í viðauka I við tollalög:
        1.    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmeri 1517.1011 verði 66 krónur á hvert kíló, þó þannig að tollurinn verði aldrei hærri en 70% af tollverði vörunnar.
        2.    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmeri 1517.1019 verði 40 krónur á hvert kíló, þó þannig að tollurinn verði aldrei hærri en 70% af tollverði vörunnar.
        3.    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmeri 1517.1021 verði 66 krónur á hvert kíló, þó þannig að tollurinn verði aldrei hærri en 70% af tollverði vörunnar.
        4.    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmeri 1517.1029 verði 30 krónur á hvert kíló, þó þannig að tollurinn verði aldrei hærri en 70% af tollverði vörunnar.
    Við 47. gr. Í stað „10%“ í 2. tölul. komi: 11%.
    Við 49. gr. Eftirfarandi breytingar verða á greininni:
         
    
    Í stað „10%“ í B-flokki viðauka I kemur: 11%.
         
    
    Eftirfarandi tollskrárnúmer flytjast úr B-flokki í viðauka I A-flokk:
                                  
3208.1001
3208.9002 3209.9009 3921.1902
                                  
3208.1002
3208.9003 3210.0011 3921.9002
                                  
3208.1003
3208.9009 3210.0012 4811.1000
                                  
3208.1004
3209.1001 3210.0019 4823.9005
                                  
3208.1009
3209.1002 3210.0021 7019.3101
                                  
3208.2001
3209.1009 3808.2001 7019.3901
                                  
3208.2002
3209.9001 3921.1101 7019.9003
                                  
3208.2009
3209.9002 3921.1201 7019.9009
                                  
3208.9001

         
    
    Eftirfarandi tollskrárnúmer bætist við D-lið í viðauka I: 1704.9006, 1704.9007, 1905.3011 og 1905.3019.
         
    
    Eftirfarandi tollskrárnúmer falli brott úr D-lið í viðauka I: 1905.3091 og 1905.3099.
    Við bætist nýr kafli, VIII. kafli, Breyting á lögum nr. 114/1990, um Útflutningsráð Íslands, með síðari breytingum, með þremur nýjum greinum er orðist svo:
         
    
    (51. gr.)
                            3. gr. laganna orðast svo:
                            Tekjur Útflutningsráðs eru:
                   
    0,015% gjald, markaðsgjald, sem lagt er á veltu atvinnufyrirtækja, eins og hún er skilgreind skv. 11. gr. laga um virðisaukaskatt, að meðtalinni veltu sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 12. gr. þeirra laga.
                   
    Framlag ríkissjóðs.
                   
    Þóknun fyrir veitta þjónustu.
                   
    Sérstök framlög og aðrar tekjur.
                            Markaðsgjald má draga frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn þess myndaðist.
                            Um álagningu og innheimtu markaðsgjalds fer samkvæmt ákvæðum VIII.–XIV. kafla laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981, með síðari breytingum, eftir því sem við á og skulu innheimtuaðilar standa skil á innheimtum gjöldum mánaðarlega.
         
    
    (52. gr.)
                            Við lögin bætast fjögur ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
                   
    (I.)
                                 Fjármálaráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um fyrirframgreiðslu markaðsgjalds á árunum 1994–1996, sbr. 110. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.
                   
    (II.)
                                 Hjá atvinnufyrirtækjum skal þrátt fyrir ákvæði 3. gr. laga þessara leggja á markaðsgjald á árunum 1994, 1995 og 1996 vegna veltu áranna 1993, 1994 og 1995 samkvæmt þessu ákvæði:
                            a.    Fiskvinnsla og iðnaður, þar með talið byggingarstarfsemi, greiði 0,049% af gjaldstofni skv. 3. gr. á árinu 1994, 0,037% á árinu 1995, 0,026% á árinu 1996.
                            b.    Fiskveiðar greiði 0,035% af gjaldstofni skv. 3. gr. á árinu 1994, 0,028% á árinu 1995 og 0,022% á árinu 1996.
                            c.    Samgöngur greiði 0.022% af gjaldstofni skv. 3. gr. á árinu 1994, 0.019% á árinu 1995 og 0.017% á árinu 1996.
                   
    (III.)
                                 Af innheimtu markaðsgjalds, samkvæmt framanskráðu, greiðist kirkjugörðum fjárhæð samkvæmt því sem nánar er mælt fyrir um í ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.
                   
    (IV.)
                                 Á árinu 1998 skal endurskoða lög um Útflutningsráð og frá og með árinu 1999 skal álagning markaðsgjalds falla niður hafi lögin þá ekki verið endurskoðuð.
         
    
    (53. gr.)
                            Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994. Skal í fyrsta sinn lagt á markaðsgjald skv. 51. gr. á árinu 1994 á gjaldstofn ársins 1993.
    Við bætist nýr kafli, IX. kafli, Um breyting á lögum nr. 36/1993, um kirkjugarða , greftrun og líkbrennslu, með þremur nýjum greinum er orðist svo:
         
    
    (54. gr.)
                            38. gr. laganna fellur niður.
         
    
    (55. gr.)
                            Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
                            Greiða skal hluta af innheimtu markaðsgjaldi sem lagt er á á árunum 1994, 1995 og 1996 samkvæmt lögum nr. 114/1990, um Útflutningsráð Íslands, með síðari breytingum. Greiða skal kirkjugörðunum 46% af innheimtu markaðsgjaldi sem lagt er á á árinu 1994, 36% af innheimtu markaðsgjaldi sem lagt er á á árinu 1995 og 22% af innheimtu markaðsgjaldi sem lagt er á á árinu 1996. Einstakir kirkjugarðar fái sama hlutfall þessara greiðslna og þeir höfðu af heildarinnheimtu kirkjugarðsgjalda atvinnurekstrarins á árinu 1993.
         
    
    (56. gr.)
                            Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994.