Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 251 . mál.


412. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingar í skattamálum.

Frá 3. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (SJS).



    Við bætist ný grein er verði 7. gr. og orðist svo:
                  Í stað tölunnar „282.264“ í 1. mgr. A-liðar 68. gr. laganna kemur: 287.064.
    Í lok I. kafla frumvarpsins bætist ný grein er orðist svo:
                  Tekjuskattur lögaðila, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna, skal við álagningu á árinu 1994 á tekjur ársins 1993 vera 39% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.
    Við 14. gr. bætist tveir nýir stafliðir, er verði b- og d-liðir, og orðist svo:
        b. 6. tölul. orðast svo: Fólksflutningar.
        d. 13. tölul. orðast svo: Þjónusta ferðaskrifstofa.
    17. gr. orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr töluliður sem verður 8. tölul. er orðast svo: Samningsbundnar greiðslur úr ríkissjóði vegna mjólkurframleiðslu og sauðfjárframleiðslu.
         
    
    9. tölul. orðast svo: Sala bóka á íslenskri tungu, jafnt frumsaminna sem þýddra.
    A-liður 18. gr. orðist svo: 1., 3. og 6. tölul. 14. gr. laganna falla niður.
    Við 31. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þó skulu ákvæði b-liðar 18. gr. og 28. gr. laganna öðlast gildi 1. mars 1994.
    Við 32. gr. bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Á tímabilinu 1. janúar til 28. febrúar 1994 skal endurgreiða hluta virðisaukaskatts af mjólk, kjöti, fiski, eggjum og fersku innlendu grænmeti sem ætlað er til neyslu eða matvörugerðar þannig að skattgreiðslur við frumsölu að teknu tilliti til endurgreiðslunar verði sem næst 14%.
    Við bætist nýr kafli, er verði VIII. kafli, Breyting á lögum nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum, með einni grein, 52. gr., er orðist svo:
                  Í stað hlutfallstölunnar „5“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IV í 23. gr. laganna kemur: 8.