Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 1 . mál.


456. Framhaldsnefndarálit



um frv. til fjárlaga fyrir árið 1994.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Nefndin hefur haft fjárlagafrumvarpið til athugunar frá því að 2. umræða fór fram 9. desember sl. Til viðræðna við nefndina komu forsvarsmenn B-hluta stofnana, þ.e. Pósts og síma, Ríkisútvarpsins, Rafmagnsveitna ríkisins og Vegagerðar ríkisins. Fulltrúar efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Þjóðhagsstofnunar komu á fund nefndarinnar til viðræðna um tekjuhlið frumvarpsins og horfur í þjóðarbúskapnum.
    Samkvæmt venju mættu fulltrúar Þjóðhagsstofnunar til viðræðna við nefndina fyrir 3. umræðu og gerðu grein fyrir efnahagshorfum. Þar kom fram að allt lítur út fyrir að þróun efnahagsmála á þessu ári og horfur fyrir næsta ár séu talsvert hagstæðari en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í október sl. Undangengin tvö ár hefur álit Þjóðhagsstofnunar gengið í þveröfuga átt við það sem nú er við 3. umræðu, þ.e. búist hefur verið við lakari horfum í efnahagsmálum en áætlanir gerðu ráð fyrir tveimur mánuðum fyrr.
    Tillögur meiri hluta er varða útgjöld A-hluta ríkissjóðs leiða til lækkunar útgjalda að fjárhæð 243,9 m.kr.
    Framvinda á því ári, sem nú er senn liðið, virðist ætla að verða nokkru hagstæðari en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun frá því í október. Þannig er talið að útflutningur vöru og þjónustu verði talsvert meiri en áætlað var, eða aukist um 3,7% að magni til miðað við 2% í þjóðhagsáætlun. Að baki þessa liggur fyrst og fremst aukinn afli og einkum utan fiskveiðilögsögunnar. Því verður landsframleiðslan meiri og viðskiptajöfnuðurinn hagstæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Landsframleiðslan mun því aukast um 1% á árinu en ekki 0,5%. Þjóðartekjurnar dragast saman um 1,3% samanborið við 1,9% í fyrri áætlun. Þjóðarútgjöld eru talin verða óbreytt frá fyrri áætlun.
    Útlit er fyrir að viðskiptahallinn verði um 3 milljarðar kr. sem svarar til 0,8% af landsframleiðslu. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir 5,5 milljarða kr. halla. Verðbólga milli áranna 1992 og 1993 verður óbreytt eða um 4% eins og fyrri þjóðhagsáætlun gerði ráð fyrir. Kaupmáttur ráðstöfunartekna er talinn dragast saman um 5% í stað 6% áður.
    Þjóðhagsstofnun spáir að landsframleiðsla verði 2% minni á komandi ári en því sem er að líða. Þetta er 0,6% minni samdráttur en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Þjóðartekjur dragast saman í takt við landsframleiðslu. Reiknað er með að samdráttur þjóðarútgjalda verði um 1% minni en í þjóðhagsáætlun eða um 1,6%. Hallinn á viðskiptum við útlönd er talinn verða nokkru meiri en á þessu ári, eða um 1% af landsframleiðslu sem er þó talsvert minna en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.
    Vegna minnkandi eftirspurnar og umsvifa í þjóðarbúskapnum er talið að atvinnuleysi aukist nokkuð á milli ára og verði 5% á næsta ári sem er þó minna en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Verðbólga virðist hins vegar vera á undanhaldi og spáir Þjóðhagsstofnun 2,5% verðbólgu á árinu 1994 sem yrði minnsta verðbólga sem um getur hér á landi í þrjá áratugi og minni en í flestum helstu viðskiptalöndum okkar. Áætlað var í þjóðhagsáætlun að kaupmáttur ráðstöfunartekna drægist saman um 4%. Ný spá gerir hins vegar ráð fyrir 3,2% samdrætti.
    Nefndin var ekki sammála um afgreiðslu mála og mun minni hlutinn skila sérstöku nefndaráliti. Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem hann stendur að og gerðar eru tillögur um á sérstökum þingskjölum.
    Í frumvarpi til fjárlaga var reiknað með að tekjur ríkissjóðs yrðu tæplega 103,5 milljarðar kr. á árinu 1994. Frá því að sú áætlun var gerð eru þjóðhagshorfur fyrir komandi ár heldur betri að mati Þjóðhagsstofnunar sem gæti skilað ríkissjóði um 300 m.kr. í viðbótartekjur. Hér gætir áhrifa minni samdráttar þjóðarútgjalda en í fyrri áætlun en á móti vega minni verðlagsbreytingar. Jafnframt bendir allt til þess að tekjurnar á yfirstandandi ári verði meiri en áður var talið sem m.a. birtist í betri innheimtu á sköttum fyrirtækja. Þessarar þróunar gætir einnig — í minna mæli þó — á næsta ári.
    Á móti vegur tvennt. Annars vegar veruleg lækkun bensínverðs á erlendum mörkuðum að undanförnu. Þetta hefur umtalsverð áhrif á vörugjaldstekjur ríkissjóðs af bensíni en þær nema nú 90% af innflutningsverðmæti og hækka væntanlega í 97% í byrjun næsta árs. Lækkun frá fjárlagafrumvarpi nemur um 300 m.kr. Hins vegar hafa orðið nokkrar breytingar á áformum stjórnvalda í skattamálum í tengslum við endurskoðun kjarasamninga í nóvember sl. Þar er þó fyrst og fremst um að ræða tilfærslu milli tekjustofna en einnig hafa orðið breytingar á einstökum þáttum þeirra í meðförum Alþingis sem lækka tekjurnar um 120 m.kr. Meginbreytingin er að fallið hefur verið frá álagningu 14% virðisaukaskatts á fólksflutninga sem átti að koma til framkvæmda um næstu áramót. Enn fremur verður gjald af kjarnfóðri lækkað á næsta ári sem skerðir tekjurnar um 40 m.kr.
    Þegar allt er lagt saman verða heildartekjur ríkissjóðs 675 m.kr. meiri á árinu 1994 en gert var ráð fyrir í frumvarpinu eða liðlega 104,1 milljarður. kr.


SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR



Æðsta stjórn ríkisins


201    Alþingi: Viðfangsefni 1.10 Sérfræðileg aðstoð fyrir þingflokka hækkar um 10,8 m.kr. og verður 36 m.kr.

Forsætisráðuneyti


190    Ýmis verkefni. Við bætist nýr fjárlagaliður, 1.51 Lýðveldishátíðin 1994. Framlag til til þessa verkefnis verður 70 m.kr.
901    Húsameistari ríkisins: Viðfangsefni 1.01 lækkar um 5 m.kr. en þetta er hluti af tillögum meiri hluta fjárlaganefndar um lækkun útgjalda.
902    Þjóðgarðurinn á Þingvöllum: Tekinn er inn nýr liður 6.01 Aðalskipulag, og er framlag 5 m.kr.

Menntamálaráðuneyti


201    Háskóli Íslands: Framlag til Háskóla Íslands hækkar alls um 23 m.kr. Viðfangsefni 1.02 Sameiginleg útgjöld hækkar um 15 m.kr. vegna Vinnumatssjóðs sem er liður í kjarasamningi ríkisins við félag háskólakennara sem var undirritaður fyrr í vikunni. Viðfangsefni 1.05 Aðrar sérstofnanir og verkefni lækka um 57,8 m.kr. vegna tilflutnings Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands á sér fjárlagalið. Af sömu ástæðum lækka sértekjur skólans um 52 m.kr. þannig að nettóáhrif til lækkunar vegna þessa tilflutnings eru 5,8 m.kr. Tekinn er inn nýr liður, 1.08 Samstarfsverkefni við Vestmannaeyjabæ, 13,8 m.kr. vegna samnings milli Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar um samstarf á sviði rannsókna og þróunar. Launagjöld verða 1,8 m.kr. vegna starfsmanns en 12 m.kr. eru ætlaðar til kaupa og endurbóta á húsnæði í Vestmannaeyjum.
209    Verkfræðistofnun Háskóla Íslands: Þetta er nýr fjárlagaliður og er rekstrarframlag 57,8 m.kr. Á móti færast sértekjur að fjárhæð 52 m.kr. þannig að nettóframlag er 5,8 m.kr. sem er fært af Háskóla Íslands yfir á þennan lið.
318    Almennir framhaldsskólar, viðhald og stofnkostnaður: Sundurliðun í sérstöku yfirliti breytist en ekki er um að ræða breytingar á fjárveitingum viðfangsefna.
523    Fósturskóli Íslands: Viðfangsefni 1.02 Annað en kennsla hækkar um 0,5 m.kr. vegna breyttrar húsaleigu.
872    Lánasjóður íslenskra námsmanna: Framlag lækkar um 70 m.kr. og verður 1.550 m.kr. vegna endurskoðaðra áætlana um veitt lán til námsmanna.
902    Þjóðminjasafn Íslands: Viðfangsefni 5.90 Verndun gamalla húsa hækkar um 10 m.kr. en hækkunin er einkum ætluð til endurbóta á Húsinu á Eyrarbakka.
903    Þjóðskjalasafn Íslands: Viðfangsefni 5.01 Fasteignir hækkar um 20 m.kr. og verður 27,6 m.kr.
972    Íslenski dansflokkurinn og Listdansskólinn: Framlag til fjárlagaliðarins hækkar alls um 5,5 m.kr. og er í samræmi við aukin framlög til þessa fjárlagaliðar í fjáraukalögum fyrir árið 1993. Viðfangsefni 1.01 Íslenski dansflokkurinn hækkar um 1,2 m.kr. en þar er um að ræða hækkun annarra rekstrargjalda en launa vegna breyttrar húsaleigu. Viðfangsefni 1.10 Listdansskólinn hækkar um 4,3 m.kr. Þar af hækka önnur rekstrargjöld um 1,3 m.kr. vegna breyttrar húsaleigu en framlag hækkar um 3 m.kr. vegna almenns rekstrar dansskólans.
981    Kvikmyndasjóður: Viðfangsefni 1.01 lækkar um 10 m.kr. en þetta er hluti af tillögum meiri hluta fjárlaganefndar um lækkun útgjalda.
982    Listir, framlög: Tekinn er inn nýr liður, 1.80 Listahátíð í Reykjavík og er framlag 15 m.kr. Á móti lækkar viðfangsefni 1.90 Listir, framlög um 5 m.kr.
983    Ýmis fræðistörf: Viðfangsefni 1.90 hækkar um 4 m.kr. vegna aukins launakostnaðar við samningu fransk-íslenskrar orðabókar.

Utanríkisráðuneyti


101    Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa: Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 8,4 m.kr. og verður 178,7 m.kr. Þar af eru 3,5 m.kr. vegna kostnaðar við þátttöku aðila launþega og atvinnurekenda í ráðgjafanefnd innan vébanda EFTA og 4,9 m.kr. vegna búferlaflutninga. Hækkunin, 8,4 m.kr. skiptist þannig að launagjöld hækka um 1,9 m.kr. og önnur rekstrargjöld en laun um 6,5 m.kr. Þá lækkar fjárveiting til viðfangsefnis 1.50 Viðskiptaskrifstofa um 3,7 m.kr. og verður 65,2 m.kr. og til viðfangsefnis 6.01 Tæki og búnaður sem lækkar um 1,2 m.kr. og verður 7,3 m.kr.
201    Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli: Viðfangsefni 1.10 Tollgæsla á Keflavíkurflugvelli lækkar um 5 m.kr. og verður 83,4 m.kr. Helmingur lækkunarinnar er hluti af tillögum meiri hluta fjárlaganefndar um lækkun útgjalda. Viðfangsefni 1.20 Ríkislögregla á Keflavíkurfluvelli lækkar um 2,5 m.kr. og verður 74,7 m.kr. Hvorutveggja er að tillögu utanríkisráðuneytisins.
308    Sendiráð Íslands í Washington: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 3,5 m.kr. og verður 42,1 m.kr. Gert er ráð fyrir að núverandi skrifstofuhúsnæði verði selt á árinu og annað húsnæði keypt eða tekið á leigu. Viðbótarfjárveitingin er fyrir leigugjöldum ef til sölunnar kemur og hið nýja húsnæði verður tekið á leigu.
320    Sendiráð, almennt: Viðfangsefni 6.90 Tæki og búnaður hækkar um 1,5 m.kr. til viðhalds á sendiherrabústöðum erlendis og verður 10,3 m.kr.
391    Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi: Tekinn er inn nýr liður, 1.14 Aðstoð Íslands á svæðum Palestínumanna í Ísrael og er framlag 36 m.kr. Um er að ræða framlag Íslands til alþjóðlegs samstarfsverkefnis.

Landbúnaðarráðuneyti


811    Búnaðarfélag Íslands: Almennur rekstur Búnaðarfélagsins lækkar um 3,8 m.kr. Á móti er tekinn inn nýr liður, 1.10 Búnaðarfélag Íslands, uppbætur á lífeyri, og er framlag 3,8 m.kr. Að auki er tekinn inn annar nýr liður, 1.95 Héraðsbúnaðarsambönd, og er framlag 2,6 m.kr.
891    Sérstakar greiðslur í landbúnaði: Þetta er nýr fjárlagaliður og á hann er fært eitt viðfangsefni, 1.90 Loðdýrafóður. Framlag er 14 m.kr. og er ætlað til niðurgreiðslu á loðdýrafóðri.

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti


214    Héraðsdómur Norðurlands vestra: Viðfangsefni 1.02 hækkar um 6,9 m.kr. og verður 10,6 m.kr. Breytingin stafar af því að fallið er frá áformum um að sameina héraðsdóma Norðurlands vestra og eystra.
215    Héraðsdómur Norðurlands: Nafn þessa fjárlagaliðar breytist í Héraðsdómur Norðurlands eystra. Fjárveiting lækkar um 4 m.kr. og verður 24 m.kr. Breytingin stafar af því að fallið er frá áformum um að sameina héraðsdóma Norðurlands vestra og eystra.
291    Húsnæði og búnaður dómstóla: Viðfangsefni 5.01 Viðhald húseigna lækkar um 2,5 m.kr. og verður 2,5 m.kr. Viðfangsefni 6.01 Húsnæði Hæstaréttar lækkar um 20 m.kr. og verður 165 m.kr.
302    Rannsóknarlögregla ríkisins: Viðfangsefni 1.02 lækkar um 2 m.kr. og verður 165,4 m.kr.
311    Lögreglustjórinn í Reykjavík: Sértekjur hækka um 8,5 m.kr. í 39 m.kr. Almennur rekstur embættisins hækkar um 422,9 m.kr. og verður 889 m.kr. en hætt er við áform um að sameina löggæslu á höfuðborgarsvæðinu.
312    Löggæsla á höfuðborgarsvæðinu: Fjárveiting að fjárhæð 524 m.kr. fellur brott og fjárlagaliðurinn þar með. Fjárhæðin dreifist á löggæslu í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.
331    Umferðarráð: Sértekjur hækka um 2,7 m.kr. og verða 59 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn lækkar um 1,1 m.kr. og verður 46,6 m.kr. Viðfangsefni 1.10 Ökunám lækkar um 3,2 m.kr. og verður 26,5 m.kr.
391    Húsnæði löggæslustofnana: Viðfangsefni 5.01 Viðhald húseigna lækkar um 6 m.kr. og verður 9,2 m.kr.
410    Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu: Þessi fjárlagaliður fellur brott og með honum 79,1 m.kr. fjárveiting. Brottfallið tengist því að hætt er við áform um að sameina sýslumenn höfuðborgarsvæðis í eitt embætti.
411    Sýslumaðurinn í Reykjavík: Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 68,5 m.kr. og verður 128,4 m.kr.
412    Sýslumaðurinn á Akranesi: Heildarframlag lækkar um 26,8 m.kr. Sértekjur að fjárhæð 1,2 m.kr. falla brott. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn lækkar um 11 m.kr. í 27,8 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla lækkar um 15,8 m.kr. og verður 34,3 m.kr. Viðfangsefni 1.30 Hreppstjórar, 1,1 m.kr., fellur brott.
413    Sýslumaðurinn í Borgarnesi: Heildarframlag hækkar um 39,7 m.kr. Við bætast sértekjur að fjárhæð 1,2 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 16 m.kr. og verður 22,4 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 23,8 m.kr. og verður 26,9 m.kr. Þá hækkar viðfangsefni 1.30 Hreppstjórar um 1,1 m.kr. og verður 1,4 m.kr.
414    Sýslumaðurinn í Stykkishólmi: Heildarframlag lækkar um 4,5 m.kr. Sértekjur lækka um 0,3 m.kr. og verða 1,5 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn lækkar um 0,5 m.kr. og verður 27 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla lækkar um 3,6 m.kr. og verður 37,9 m.kr. Viðfangsefni 1.30 Hreppstjórar lækkar um 0,7 m.kr. og verður 1,1 m.kr.
415    Sýslumaðurinn í Búðardal: Heildarframlag hækkar um 10,4 m.kr. Við bætast sértekjur að fjárhæð 0,3 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 6,1 m.kr. í 10,6 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 3,9 m.kr. og verður 4,6 m.kr. Viðfangsefni 1.30 Hreppstjórar hækkar um 0,7 m.kr. og verður 0,8 m.kr.
417    Sýslumaðurinn á Bolungarvík: Heildarframlag hækkar um 13,8 m.kr. Við bætast sértekjur, 0,4 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 6,7 m.kr. og verður 11,1 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 7,5 m.kr. og verður 8,6 m.kr.
418    Sýslumaðurinn á Ísafirði: Heildarframlag lækkar um 8 m.kr. Sértekjur lækka um 0,3 m.kr. og verða 3,3 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn lækkar um 1,4 m.kr. og verður 36,9 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla lækkar um 7 m.kr. og verður 43,9 m.kr. Viðfangsefni 1.30 Hreppstjórar hækkar um 0,1 m.kr. og verður 1,3 m.kr.
423    Sýslumaðurinn á Ólafsfirði: Heildarframlag hækkar um 14,3 m.kr. Við bætast sértekjur að fjárhæð 0,2 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 6,8 m.kr. og verður 11,8 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 7,7 m.kr. og verður 8,7 m.kr.
424    Sýslumaðurinn á Akureyri: Heildarframlag lækkar um 12,8 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn lækkar um 3,1 m.kr. og verður 68,8 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla lækkar um 9,5 m.kr. og verður 91 m.kr. Viðfangsefni 1.25 Fangelsi lækkar um 0,2 m.kr. og verður 12,6 m.kr.
426    Sýslumaðurinn á Seyðisfirði: Heildarframlag hækkar um 38,4 m.kr. Sértekjur hækka um 1,1 m.kr. og verða 1,2 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 12,1 m.kr. og verður 26,8 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 23,1 m.kr. og verður 32,6 m.kr. Viðfangsefni 1.30 Hreppstjórar hækkar um 1,2 m.kr. og verður 1,6 m.kr. Viðfangsefni 1.40 Tollgæsla hækkar um 3,1 m.kr. og verður 4,4 m.kr.
427    Sýslumaðurinn í Neskaupstað: Heildarframlag hækkar um 12,3 m.kr. Við bætast sértekjur, 0,2 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 6 m.kr. og verður 14 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 6,5 m.kr. og verður 9,1 m.kr.
428    Sýslumaðurinn á Eskifirði: Heildarframlag lækkar um 44,1 m.kr. Sértekjur lækka um 0,7 m.kr. og verða 1 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn lækkar um 11,1 m.kr. og verður 24,6 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla lækkar um 29,6 m.kr. og verður 23,5 m.kr. Viðfangsefni 1.30 Hreppstjórar lækkar um 1 m.kr. og verður 1,1 m.kr. Viðfangsefni 1.40 Tollgæsla með 3,1 m.kr. fjárveitingu fellur brott.
430    Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal: Heildarframlag hækkar um 13 m.kr. Sértekjur hækka um 0,4 m.kr. og verða 0,5 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 7,6 m.kr. og verður 12,8 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 5,8 m.kr. og verður 6,7 m.kr.
431    Sýslumaðurinn á Hvolsvelli: Heildarframlag lækkar um 6,6 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn lækkar um 1,3 m.kr. og verður 17,8 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla lækkar um 5,3 m.kr. og verður 17,6 m.kr.
436    Sýslumaðurinn í Hafnarfirði: Heildarframlag hækkar um 84 m.kr. Sértekjur hækka um 0,1 m.kr. og verða 1,2 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 28,1 m.kr. og verður 88,3 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 50,6 m.kr. og verður 106,3 m.kr. Viðfangsefni 1.40 Tollgæsla hækkar um 5,4 m.kr. og verður 10,3 m.kr.
437    Sýslumaðurinn í Kópavogi: Heildarframlag hækkar um 50,4 m.kr. Sértekjur hækka um 0,3 m.kr. og verða 0,5 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 18,1 m.kr. og verður 63,3 m.kr. Viðfangsefni 1.20 Löggæsla hækkar um 32,6 m.kr. og verður 68,4 m.kr.
490    Ýmis rekstrarkostnaður sýslumanna. Viðfangsefni 1.30 Kostnaður samkvæmt lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, lækkar um 20 m.kr. og verður 60,8 m.kr.
491    Húsnæði og búnaður sýslumanna: Viðfangsefni 5.01 Viðhald húseigna lækkar um 2,4 m.kr. og verður 18 m.kr.
511    Fangelsi á höfuðborgarsvæðinu: Laun fangavarða hækka í kjölfar nýgerðs kjarasamkomulags. Vegna þessa breytast eftirfarandi viðfangsefni sem hér segir: Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 0,4 m.kr. og verður 8,4 m.kr. Viðfangsefni 1.21 Hegningarhúsið í Reykjavík hækkar um 2,4 m.kr. og verður 45,9 m.kr. Viðfangsefnið 1.22 Fangelsið Síðumúla hækkar um 1,7 m.kr. og verður 34,6 m.kr. Viðfangsefnið 1.23 Fangelsið Kópavogsbraut hækkar um 1,3 m.kr. og verður 30,4 m.kr.
512    Fangelsið Litla-Hrauni: Laun fangavarða hækka í kjölfar nýgerðs kjarasamkomulags. Af þeim sökum hækkar viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn um 7,2 m.kr. og verður 125,8 m.kr., viðfangsefni 1.21 Skiltaframleiðsla um 0,3 m.kr. og verður 3,5 m.kr. og viðfangsefni 1.31 Hellugerð o.fl. um 0,5 m.kr. og verður 10,5 m.kr. Sértekjur hækka um 3 m.kr. og verða 28,3 m.kr.
513    Fangelsið Kvíabryggju: Viðfangsefni 1.01 hækkar um 1,2 m.kr. og verður 28,3 m.kr. vegna hækkunar á launum fangavarða í kjölfar nýgerðs kjarasamkomulags.
590    Fangamál, ýmis kostnaður: Viðfangsefni 1.13 Forföll fangavarða hækkar um 0,3 m.kr. og verður 2,9 m.kr. vegna hækkunar á launum fangavarða í kjölfar nýgerðs kjarasamkomulags.
591    Fangelsisbyggingar: Viðfangsefni 5.01 Viðhald bygginga lækkar um 3,5 m.kr. og verður 8 m.kr.
701    Biskup Íslands: Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 3 m.kr. og verður 42,2 m.kr. Launagjöld hækka sem þessu nemur en um er að ræða heimild til að ráða prest sem sinnir sjúklingum erlendis. Fjárveiting til fimm viðfangsefna fellur brott í tengslum við frumvarp til laga um kirkjumálasjóð þar sem gert er ráð fyrir að kirkjan taki við umræddum útgjöldum. Um er að ræða viðfangsefni 1.05 Starfsþjálfun guðfræðikandídata, 2,8 m.kr., 1.11 Kirkjuráð, 0,9 m.kr., 1.12 Kirkjuþing, 4 m.kr., 1.14 Prestastefna, 0,6 m.kr., og 1.15 Ýmis verkefni, 3 m.kr. Samtals lækkar fjárveiting á þessum fjárlagalið um 8,3 m.kr. og verður 42,2 m.kr.
711    Prestaköll og prófastsdæmi: Viðfangsefni 1.10 Prestar og prófastar hækkar um 24,9 m.kr. og verður 343,5 m.kr. Af þeirri hækkun færast 30 m.kr. á laun og kemur það til af úrskurði Kjaranefndar um laun presta frá 29. nóvember sl. Önnur rekstrargjöld lækka á móti um 5,1 m.kr. vegna þess að með frumvarpi til laga um prestssetrasjóð er ætlað að opinber gjöld af prestssetrum verði borin af kirkjunni.
712    Prestssetur: Viðfangsefni 5.01 Viðhald prestssetra 44,6 m.kr. fellur brott í tengslum við frumvarp til laga um prestssetur.
721    Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar: Lagt er til að þessi fjárlagaliður falli brott í samræmi við frumvarp til laga um kirkjumálasjóð. Framlag var 17,2 m.kr. en sértekjur 1,5 m.kr. þannig að nettóframlag var 15,7 m.kr.
790    Kirkjumál, ýmis kostnaður: Viðfangsefni 1.12 Ráðgjöf í fjölskyldumálum, 2,2 m.kr., fellur brott vegna frumvarps til laga um kirkjumálasjóð.

Félagsmálaráðuneyti


272    Byggingarsjóður verkamanna: Framlag hækkar um 17 m.kr. til samræmis við áætlað breytingu á lánskjaravísitölu milli áranna 1993 og 1994.
722    Sólheimar í Grímsnesi: Viðfangsefni 1.70 Vistheimilið að Sólheimum, Grímsnesi, hækkar um 2 m.kr. og verður 70,1 m.kr.
801    Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Framlag hækkar um 11 m.kr. til samræmis við hlut sjóðsins af áætlaðri hækkun skatttekna ríkissjóðs frá fjárlagafrumvarpi til fjárlaga.
981    Vinnumál: Viðfangsefni 1.70 Atvinnumál kvenna hækkar um 5 m.kr. og verður 20 m.kr. og er framlagið ekki lengur einskorðað við atvinnumál kvenna á landsbyggðinni.

Heilbrigðisráðuneyti


204    Lífeyristryggingar: Viðfangsefni 1.10 hækkar alls um 200 m.kr. Framlag hækkar um 200 m.kr. þar sem horfið er frá að eignatekjutengja lífeyrisgreiðslur og um 25 m.kr. þar sem áform um lækkun ekkjulífeyrisgreiðslna ná ekki að fullu fram að ganga. Á móti lækkar framlag um 25 m.kr. vegna hagræðingar í kjölfar tölvuvæðingar Tryggingastofnunar.
206    Sjúkratryggingar: Viðfangsefni 1.10 lækkar alls um 310 m.kr. Lækkunin er þríþætt. Í fyrsta lagi lækkar framlag um 180 m.kr. vegna áforma um lækkun á kostnaði vegna magasárslyfja, sjúkradagpeninga, erlends sjúkrakostnaðar og útboða vegna hjálpartækja. Í annan stað lækkar framlag um 100 m.kr. vegna áforma um að lækka lækniskostnað sjúkratrygginga. Að lokum er lækkun um 30 m.kr. vegna reksturs öldrunar- og hjúkrunarheimila en útgjöld vegna þessa færast nú á fjárlagalið 385 Framkvæmdasjóður aldraðra, sbr. umfjöllun um þann lið.
330    Manneldisráð: Tekinn er upp nýr fjárlagaliður í stað viðfangsefnisins 08-399-1.25 Neyslu- og manneldismál, manneldisráð, sem fellur niður.
358    Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri: Viðfangsefni 5.01 Fasteign hækkar um 5 m.kr. vegna Kristnesspítala.
371    Ríkisspítalar: Heildarframlag til Ríkisspítala lækkar um 20 m.kr. Viðfangsefni 1.01 Yfirstjórn hækkar um 15 m.kr. vegna vistheimilisins að Gunnarsholti. Viðfangsefni 5.60 Stjórnarnefnd, viðhald lækkar um 5 m.kr. og flyst til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna Kristnesspítala sem sjúkrahúsið yfirtók af Ríkisspítölum í byrjun árs 1993. Loks lækkar viðfangsefni 6.70 Yfirstjórn mannvirkjagerðar á landspítalalóð um 30 m.kr.
385    Framkvæmdasjóður aldraðra: Framlag til þessa fjárlagaliðar breytist ekki en fjárveiting er flutt milli viðfangsefna. Viðfangsefni 6.01 Stofnkostnaður og endurbætur lækkar um 30 m.kr. en á móti hækkar viðfangsefni 1.01 Kostnaður skv. 3.–5. tölul. 12. gr. laga um málefni aldraðra um sömu fjárhæð. Því fé verður varið til reksturs öldrunar- og hjúkrunarheimila og kemur til lækkunar á fjárlagalið 08-206 Sjúkratryggingar.
399    Heilbrigðismál, ýmis starfsemi: Viðfangsefni 1.25 Neyslu- og manneldismál, manneldisráð, fellur niður en þess í stað er tekinn upp nýr liður með sömur fjárhæð, 08-330 Manneldisráð. Viðfangsefni 1.54 fær nýtt heiti, Rannsóknir slysa á vegum Landlæknis og þróun myndsendisbúnaðar. Fjárveiting til þess nemur 5 m.kr.
420    Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið: Viðfangsefni 1.01 Sjúkrastofnanir SÁÁ hækkar um 13 m.kr. og verður 208 m.kr.
421    Víðines: Viðfangsefni 1.01 lækkar um 15 m.kr. vegna samnings sem gerður hefur verið milli heilbrigðisráðuneytis og Bláa bandsins um reksturinn.
510    Heilsuverndarstöðin í Reykjavík: Rekstrarframlag til stöðvarinnar lækkar um 15 m.kr. en fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og aukin þjónusta þeirra gerir mögulegt að færa þjónustu frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til heilsugæslustöðva.

Fjármálaráðuneyti


481    Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum: Heildarframlag lækkar um 105 m.kr. Við bætast sértekjur að fjárhæð 50 m.kr. Sértekjur þessar eru hluti af tillögum meiri hluta fjárlaganefndar um lækkun útgjalda og tengjast tillögu um nýja sjöttu greinar heimild sem heimilar fjármálaráðherra að endurskoða reglur um aksturskostnað ríkisins, auglýsingar og greiðslur til starfsmanna fyrir yfirvinnu, ferðakostnað og nefndar- og stjórnarlaun. Gert er ráð fyrir að framkvæmd heimildarinnar verði með þeim hætti að þær fjárheimildir sem teknar eru af einstökum stofnunum flytjast yfir á þennan fjárlagalið þar til markmiði heimildarinnar er náð. Viðfangsefni 6.01 Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum lækkar um 55 m.kr.
801    Ýmis lán ríkissjóðs, vextir: Vaxtagjöld lækka um 250 m.kr. og verða 11.450 m.kr. vegna breyttra aðstæðna á lánamarkaði.
981    Ýmsar fasteignir ríkissjóðs: Viðfangsefni 6.80 Listaskóli lækkar um 5 m.kr. og verður 10 m.kr. en þetta er hluti af tillögum meiri hluta fjárlaganefndar um lækkun útgjalda.
989    Launa- og verðlagsmál: Viðfangsefni 1.90 Launabætur hækkar um 5 m.kr. vegna vanáætlana í fjárlagafrumvarpi.
999    Ýmislegt: Viðfangsefni 1.18 Styrkur til útgáfumála samkvæmt tillögum stjórnskipaðrar nefndar hækkar um 18 m.kr. og verður 98 m.kr.

Samgönguráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Tekinn er inn nýr liður, 1.28 Sjálfvirkt tilkynningarkerfi skipa og er framlag 10 m.kr.
211    Vegagerð ríkisins: Viðfangsefni 6.52 Þéttbýlisvegir lækkar um 10 m.kr. og verður 258 m.kr.

Iðnaðarráðuneyti


399    Ýmis orkumál: Viðfangsefni 1.15 Niðurgreiðsla á rafhitun hækkar um 50 m.kr. og verður 397 m.kr.

Umhverfisráðuneyti


310    Landmælingar Íslands: Viðfangsefni 6.90 Stafræn kortagerð hækkar um 6 m.kr. og verður 11 m.kr. vegna tækja til stafrænnar kortagerðar. Jafnfram fær liðurinn nýtt heiti, 6.90 Sérstök verkefni í kortagerð og tækjabúnaður.
401    Náttúrufræðistofnun Íslands: Framlag til þessa fjárlagaliðar breytist ekki en framsetningu viðfangsefna er breytt til samræmis við lög nr. 60/1992, um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Viðfangsefni 1.01 fær nýtt heiti, 1.01 Yfirstjórn, og er framlag 6,2 m.kr. Teknir eru inn þrír nýir liðir: 1.02 Setur í Reykjavík, 37,1 m.kr., 1.03 Setur á Akureyri, 14 m.kr., og 6.01 Tæki og búnaður, 3,4 m.kr. Sértekjur eru óbreyttar frá fjárlagafrumvarpi.

Almennar breytingar á 4. gr.


    Lagt er til að launaliðir rekstrarviðfangsefna hækki um 0,32%. Þetta er til að mæta hækkun tryggingagjalds en áformað er að hækka tryggingagjald atvinnurekenda um 0,35% um næstu áramót.
    Lagt er til að önnur rekstrargjöld en laun lækki um 0,5% vegna endurskoðaðra áætlana Þjóðhagsstofnunar um hækkun framfærsluvísitölu milli áranna 1993 og 1994. Breytingin tekur ekki til rekstrarliða sem eru tengdir gengi.
    Eins og við 2. umræðu gerir meiri hluti fjárlaganefndar tillögu um nokkrar breytingar sem ekki er talin ástæða til að flytja um sérstakar breytingartillögur. Þetta er að ábendingu fjármálaráðuneytis og annarra ráðuneyta og er hér eingöngu um að ræða breytingu á framsetningu fjárlagaliða og viðfangsefna en ekki neinar efnisbreytingar. Breytingar þessar eru sem hér segir:
1.    Tilfærsla á liðum í landbúnaðarráðuneyti. Öllum málefnaflokkum og fjárlagaliðum landbúnaðarráðuneytis var breytt í frumvarpi til fjárlaga 1994. Borist hefur ábending frá Ríkisbókhaldi um að ný númer þriggja fjárlagaliða geti valdið ákveðnum erfiðleikun í vélrænni úrvinnslu ríkisreiknings. Af þeim sökum er lagt til að þeim númerum verði breytt sem hér segir:
    a.    Yfirdýralæknir fái númerið 04-233 í stað 04-231
    b.    Garðyrkjuskóli ríkisins fái númerið 04-283 í stað 04-281
    c.    Hagþjónusta landbúnaðarins fái númerið 04-293 í stað 04-291.
2.    Tilfærsla frá sjávarútvegsráðuneyti til landbúnaðarráðuneytis. Lagt er til að viðfangsefnið 05-190-1.53 Norður-Atlantshafslaxveiðinefndin, NASCO, verði fært til landbúnaðarráðuneytis og fái þar númerið 04-190-1.51.
3.    Tilfærsla innan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Við 2. umræðu var tekinn inn nýr liður, 08-381-5.90 Viðhald starfsmannaíbúða, óskipt. Í ljós hefur komið að þetta var ranglega fært og er hér lagt til að fjárveitingin verði flutt á liðinn 08-500-5.80. Tekjur af starfsmannaíbúðum verði færðar á viðfangsefnið 08-500-1.15 Leigutekjur starfsmannaíbúða.
4.    Breytingar á heitum liða. Gerð er tillaga um að fjárlagaliðurinn 06-215 og viðfangsefnið 06-215-1.02 fái heitið Héraðsdómur Norðurlands eystra.


SKÝRINGAR VIÐ BREYTINGARTILLÖGU VIÐ 5. GR. (B-HLUTA)



Menntamálaráðuneyti


872    Lánasjóður íslenskra námsmanna: Miðað við útkomu yfirstandandi árs eru horfur á að lánveitingar sjóðsins á næsta ári verði heldur minni en gert var ráð fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram, eða sem nemur 130 m.kr. Framlag ríkissjóðs lækkar þá tilsvarandi, eða um 70 m.kr. Fyrirhugað er að draga úr lántökum í sama mæli þannig að þær verði 60 m.kr. lægri en í fjárlagafrumvarpi.

Félagsmálaráðuneyti


272    Byggingarsjóður verkamanna: Framlag úr ríkissjóði hækkar um 17 m.kr. vegna breyttra verðlagsforsendna. Útlánageta sjóðsins eykst þá sem því nemur en að öðru leyti er áætlun um fjárreiður sjóðsins óbreytt.
982    Ábyrgðarsjóður launa: Þessi liður er nýr í B-hluta fjárlaga og fær framlag frá samsvarandi lið í A-hluta sem ber sama heiti undir númerinu 07-982 en nánari skýringar koma fram með þeim lið í athugasemdum fjárlagafrumvarps.

Samgönguráðuneyti


101    Póst- og símamálastofnun: Áætlun fyrirtækisins hefur verið endurskoðuð með hliðsjón af breyttum gengis- og rekstrarforsendum. Rekstrargjöld hækka um 70 m.kr. miðað við fjárlagafrumvarp en tekjur um 184 m.kr. og hækkar tekjuafgangur því um 114 m.kr. Aukin útgjöld skýrast einkum af breyttum forsendum um uppgjör við erlendar símstjórnir og gildir það að hluta til einnig um hækkun tekna. Þá eru nokkru betri horfur um sölu á þjónustu og vörum á mörkuðum fyrirtækisins. Heldur minna er ætlað til Cantat-3 ljósleiðarastrengsins yfir Norður-Atlantshafið en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Fyrirhugað er að nýta aukið svigrúm fyrirtækisins annars vegar til að efla almennar fjárfestingar í búnaði og kerfum til fjarskipta og hins vegar til að auka á væntanlegan greiðsluafgang í lok næsta árs.

Alþingi, 18. des. 1993.



Sigbjörn Gunnarsson,

Sturla Böðvarsson.

Árni Johnsen.


form., frsm.



Einar K. Guðfinnsson.

Árni M. Mathiesen.

Gunnlaugur Stefánsson.





Fylgiskjal I.


Álit



um 3. gr. frv. til fjárlaga fyrir árið 1994 og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Í samræmi við 2. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp, hefur nefndin fjallað um tekjugrein fjárlagafrumvarpsins og áhrif skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs. Til að skýra málið frekar fékk nefndin á fund sinn Bolla Þór Bollason skrifstofustjóra, Indriða H. Þorláksson skrifstofustjóra, Maríönnu Jónasdóttur deildarstjóra og Snorra Olsen, deildarstjóra frá fjármálaráðuneytinu, Þórð Friðjónsson, forstöðumann Þjóðhagsstofnunar, Jóhann Rúnar Björgvinsson og Stefán Jensen frá Þjóðhagsstofnun.
    Þær breytingar, sem lúta að tekjuáætlun fjárlaga fyrir árið 1994, koma einkum fram í frumvarpi til laga um breytingar í skattamálum (251. máli, þskj. 290) sem nefndin hefur fengið til umfjöllunar.
    Í skattafrumvarpinu er gert ráð fyrir margvíslegum breytingum á skattalöggjöfinni. Breytingarnar ber að með tvennum hætti. Annars vegar eru breytingar sem tengjast yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna sl. vor og ákvörðun um framlengingu þeirra nú í nóvember. Hins vegar eru breytingar sem tengjast ákvörðunum sem teknar voru fyrir síðustu áramót, einkum tillögur um breytta tekjuöflun sveitarfélaga vegna niðurfellingar aðstöðugjalds og frekari útfærsla á greiðslu vaxtabóta.
    Veigamesta breytingin er lækkun virðisaukaskatts af matvælum úr 24,5% í 14% frá næstu áramótum. Þessi breyting skerðir tekjur ríkissjóðs um 3.100 m.kr. á heilu ári en um 2.600 m.kr. árið 1994.
    Til að vega að hluta á móti þessu tekjutapi er gert ráð fyrir 0,35% hækkun á tryggingagjaldi fyrirtækja, 0,35% hækkun á tekjuskatti einstaklinga og hækkun bifreiðagjalds um þriðjung. Jafnframt er gert ráð fyrir að lækka vörugjöld á nokkrum vöruflokkum, meðal annars til að koma í veg fyrir að samkeppnisstaða innlendra aðila raskist vegna lækkunar virðisaukaskatts af matvælum, en á móti vegur breikkun vörugjaldsstofns (snyrtivörur o.fl.). Auk þess er vörugjald af tilteknum byggingarvörum lækkað.
    Samanlögð áhrif þessara breytinga fela í sér tæplega 1.700 m.kr. tekjutap fyrir ríkissjóð miðað við heilt ár en áhrifin nema um 1.350 m.kr. árið 1994.
    Auk þessara breytinga gerir frumvarpið ráð fyrir tvenns konar breytingum á tekjuskatti einstaklinga. Annars vegar er lækkun á skatthlutfallinu um 1,5%. Þessi breyting tengist niðurfellingu aðstöðugjalds um síðustu áramót og þeim breytingum sem felast í frumvarpi um breytingar á tekjustofnalögum sveitarfélaga. Þessi breyting leiðir ein og sér til 3.400 m.kr. tekjutaps hjá ríkissjóði miðað við heilt ár. Í tengslum við þessa breytingu er einnig gert ráð fyrir niðurfellingu landsútsvars, en tekjur af því renna til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í stað þess er ríkissjóði gert að greiða sérstakt framlag til Jöfnunarsjóðs en það verður meðal annars fjármagnað með hækkun vörugjalds af bensíni. Þessi ráðstöfun er talin skila 285 m.kr. tekjum á næsta ári.
    Hins vegar eru breytingar á ákvæðum tekjuskattslaganna um greiðslur vaxtabóta. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á tekjuhlið ríkissjóðs heldur er hér um að ræða breytta útfærslu á greiðslu vaxtabóta sem ákveðin var með lögum um síðustu áramót.
    Loks er rétt að vekja athygli á því að ekki er gert ráð fyrir framlengingu gildandi laga um skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Hann fellur því niður sem tekjustofn hjá ríkissjóði en sveitarfélög fá hins vegar rýmri heimildir til álagningar fasteignaskatta á atvinnufyrirtæki.

Alþingi, 16. des. 1993.



Rannveig Guðmundsdóttir.


Guðjón Guðmundsson.


Árni R. Árnason.


Sólveig Pétursdóttir.


Ingi Björn Albertsson, með fyrirvara.





Fylgiskjal II.


Álit



um tekjugrein fjárlaga fyrir árið 1994.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Samkvæmt 25. gr. þingskapa vísar fjárlaganefnd frumvarpi til lánsfjárlaga og tekjugrein fjárlagafrumvarps til efnahags- og viðskiptanefndar. Nefndin skal skila fjárlaganefnd áliti og tillögum svo tímanlega fyrir 2. umræðu fjárlaga sem fjárlaganefnd ákveður.
    Við þær aðstæður, sem hafa verið að undanförnu, hefur efnahags- og viðskiptanefnd eins og oft áður ekki fengið nægilegan tíma til að vinna í þessu máli. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur hins vegar unnið mikið starf í frumvarpi til laga um breytingar í skattamálum sem snertir tekjugrein fjárlaga í veigamiklum atriðum. Að því leytinu til hefur mikil umfjöllun verið um tekjur ríkissjóðs í nefndinni. Nauðsynlegt er að vekja athygli á að frumvörp um þessi mál komu fram í byrjun desember og það er engin leið svo vel sé að afgreiða flókin og umfangsmikil mál á þeim skamma tíma sem nefndin hefur fengið til ráðstöfunar. Það er álit 1. minni hluta nefndarinnar að stöðugar breytingar á skattalögum dragi úr skilvirkni skattkerfisins sem og skapi óvissu og auki skattsvik.

Undirbúningur ófullnægjandi.
    Fyrsti minni hluti nefndarinnar telur allan undirbúning við þær skattkerfisbreytingar, sem eiga að verða nú um áramótin, ófullnægjandi og valda stórkostlegum skaða í íslenskum skattamálum. Ekkert er hlustað á varnaðarorð fjölmargra aðila heldur vaðið áfram í blindni. Þetta gefur ríkt tilefni til að gagnrýna ákvarðanir og undirbúning þessara mála. Svo virðist sem mikilvægar ákvarðanir séu teknar umhugsunarlaust og án umfjöllunar um valkosti og áhrif þeirra. Embættismenn vinna við skýrslugerð og faglegan undirbúning en lítið sem ekkert tillit er tekið til upplýsinga sem þeir afla. Skýrslum, sem ekki passa við óvandaðar ákvarðanir, er vikið undan. Þetta háttalag skaðar fagleg vinnubrögð og algengt er að lítið sé gert úr sérfræðiþekkingu og reynslu annarra þjóða. Embættismannakerfi ríkisins er ein meginstoð stjórnsýslunnar. Ef stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins hætta að taka tillit til faglegs undirbúnings þeirra er grafið undan heiðarlegum og vönduðum vinnubrögðum. Það er álit 1. minni hlutans að ábyrgð þeirra sem standa að þessari fljótaskrift sé mikil og því sé nauðsynlegt að fara ofan í saumana á þeim slæmu vinnubrögðum sem hafa viðgengist undanfarið. Ríkisendurskoðun mun væntanlega gera úttekt á breytingunum og verður það vonandi til þess að hægt verði að draga lærdóm af því í framtíðinni.

Sjálfstæði Alþingis.
    Alþingi ræður litlu sem engu um þær breytingar sem verið er að gera í skattamálum og það er vegið að sjálfstæði þess og virðingu. Augljósar vitleysur fást ekki leiðréttar og ekki er skeytt um þótt miklir fjármunir fari til spillis. Það er ekki nóg að veita aðhald og gagnrýna útgjaldahlið. Það þarf að veita tekjuhliðinni mun meiri athygli og mikilvægt að í Ríkisendurskoðun sé byggð upp sérþekking til þess að fylgjast með þeim málum og veita aðhald á skattamálasviðinu.

Breytingartillögur.
    Fyrsti minni hluti nefndarinnar flutti tillögur um breytingar á frumvarpi til laga um skattamál og fylgja þær með áliti þessu ásamt útreikningum Þjóðhagsstofnunar sem tengjast tillögunum og verður hér gerð grein fyrir helstu atriðum breytingartillagnanna sem snerta tekjuhlið fjárlaga.
     1. Virðisaukaskattur. Fyrsti minni hluti leggur til að ekki verði tekin upp tvö þrep í virðisaukaskatti en hann verði endurgreiddur á mikilvægustu matvörum þannig að skatturinn samsvari 14%. Hægt er að ná sömu verðlagsáhrifum og svipuðum tekjujöfnunaráhrifum með því að lækka virðisaukaskatt úr 24 1 / 2 % í 23%. Með því næst það mikilvæga markmið að færa virðisaukaskatt hér á landi nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þessi árangur næst með því að lækka tekjur ríkisins um 2.300 millj. kr. í stað 2.600 millj. kr. samkvæmt hinni leiðinni. Auk þess minnka útgjöld ríkisins vegna lækkunar virðisaukaskatts um 300 millj. kr. þannig að heildarsparnaður yrði um 600 millj. kr.
    Útgjöld sveitarfélaganna munu jafnframt minnka og þótt það hafi ekki verið reiknað út vegna tímaskorts má áætla að sú fjárhæð sé a.m.k. 100 millj. kr. Fyrsti minni hluti áætlar að skattkerfisbreytingin muni kosta ríkissjóð allt að 200 millj. kr. Það hefur jafnframt verið áætlað að innheimtan geti versnað um fleiri hundruð milljónir og hefur talan 500 millj. kr. verið nefnd í því sambandi. Engin leið er að áætla slíkt tekjutap með vissu og hefur 1. minni hluti gefið sér þá forsendu að tapið verði 500 millj. kr. Fyrsti minni hluti telur það varlega áætlað, sérstaklega þegar haft er í huga að lækkun virðisaukaskatts í 23% mun draga úr undanskotum samkvæmt reynslu af lægri skatthlutföllum. Fyrsti minni hluti vísar til nefndarálits um þetta mál ásamt fylgiskjölum og umræðum um það.
    Til áréttingar vill 1. minni hluti vitna til umsagnar nefndar á vegum Félags löggiltra endurskoðenda sem fjallaði um þessar breytingar en þar segir m.a.:
    „Nefndin telur að í frumvarpinu felist svo víðtækar og tæknilega flóknar breytingar á lögum um virðisaukaskatt að það sé vart forsvaranlegt að ætlast til þess að þær komi til framkvæmda nokkrum dögum eftir að frumvarpið verður hugsanlega að lögum. Með þeim breytingum, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, væri stigið stórt skref að upphaflegum markmiðum skattsins og kostum hans, svo sem hlutleysi hans og öryggi, skref sem erfitt verður að stíga til baka. Framkvæmd kerfisins verður mun erfiðari, hlutleysi skattsins raskast, eftirlit verður flóknara og kostnaðarsamara og meiri óvissa verður um mörkin milli skattskyldu og skattleysis í nokkrum tilvikum. Er hér að nokkru horfið aftur til galla eldra söluskattskerfis um leið og þessu mikilvægasta tekjujöfnunarkerfi ríkissjóðs er unnið óbætanlegt tjón.“
    Þetta eru ummæli stéttar sem hefur hvað mesta þekkingu á framkvæmd skattamála og vinnur daglega við störf sem tengjast þeim. „Óbætanlegt tjón“ eru stór orð, en þau staðfesta þá gagnrýni sem 1. minni hluti hefur komið fram með í málinu. Meiri hluti Alþingis og ríkisstjórn, sem ætlar að vinna óbætanlegt tjón á mikilvægasta tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs, tekur sér vald sem hann hefur ekki og vonandi verður snúið við á síðustu stundu.
     2. Tekjuskattar. Ekki er gerð breytingartillaga um álagningarhlutföll og persónuafslátt í tekjuskatti en 1. minni hluti vill benda á að skattleysismörkin hafa lækkað mjög mikið á undanförnum árum. Nauðsynlegt er að nota svigrúmið, sem er til skattalækkana, til að lækka virðisaukaskattinn eins og niðurstaða varð um í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins. Minni hlutinn telur hins vegar að aðferðir til að lækka skattinn geti ekki verið aðalatriði í tengslum við kjarasamninga heldur árangurinn og hagur launafólks.
    3. Barnabætur. Fyrsti minni hluti gerir tillögu um að hækka barnabætur til lágtekjufjölskyldna um 350 millj. kr. Það mun bæta kaupmátt barnafjölskyldna með lægri tekjur.
     4. Vaxtabætur. Gerðar eru tillögur um að hækka vaxtabætur um 200 millj. kr. Þessi breyting mun auka kaupmátt barnafjölskyldna með lægri tekjur og gera það mögulegt að hækka bætur um tæpar 10. þús. kr. fyrir hvert barn.
     5. Tekjuskattur félaga. Lagt er til að tekjuskattur félaga verði 35% og hækki um 150 millj. kr. umfram forsendur fjárlaga.
    6. Tryggingagjald. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka tryggingagjald á atvinnurekstur um 0,35% sem mun draga úr framleiðslustarfseminni og minnka getu fyrirtækjanna til að bæta kjör launþega. Fyrsti minni hluti leggur því til að hætt verði við þessa skattlagningu og minnka tekjur ríkissjóðs við það um 560 millj. kr.
     7. Virðisaukaskattur á ferðaþjónustu og fólksflutninga. Fyrsti minni hluti hefur gagnrýnt harðlega þau áform að leggja virðisaukaskatt á ferðaþjónustu og fólksflutninga. Hér er um að ræða atvinnugrein sem er í örum vexti og miklar vonir bundnar við. Til að tekjutap ríkissjóðs verði minna vegna niðurfellingar virðisaukaskatts er lagt til að tryggingagjald á atvinnugreinina verði óbreytt og lækka tekjur ríkissjóðs um 250 millj. kr. af þessum sökum.
    8. Eignaskattur. Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða um að taka upp fjármagnstekjuskatt. Ríkisstjórnin hefur lofað aðgerðum á hverju ári en ekkert orðið úr því. Einfaldasta leiðin til að hefja skattlagningu fjármagns er að taka fjármagnseignir inn í eignarskattsstofn eins og víðast er gert. Fyrsti minni hluti gefur sér þá forsendu að helmingur þeirra fjármagnseigna, sem ekki eru taldar fram í dag, komi inn í eignarskattsstofn. Lagt er til að skattfrjáls eignarskattsstofn verði hækkaður um 500 þús. kr. hjá einstaklingum og 1 millj. kr. hjá hjónum. Jafnframt er lagt til að sérstakur eignarskattur eða svokallaður „ekknaskattur“ verði felldur niður. Þessar breytingar munu skila ríkissjóði 600 millj. kr.
    9. Vörugjald. Breytingarnar munu hafa í för með sér að ekki er nauðsynlegt að gera þær breytingar á vörugjaldi og mun það spara ríkissjóði 160 millj. kr.

Heildaráhrif.
    Yfirlit yfir þessar breytingar er á fylgiskjali með álitinu eins og þær eru áætlaðar af Þjóðhagsstofnun. Heildaráhrif breytinganna, sem hér hafa verið raktar, munu bæta stöðu ríkissjóðs um 150 millj. kr. Auk þess hefur ríkisstjórnin ákveðið að lækka tekjur umfram fyrri forsendur um 100–150 millj. kr. Fyrsti minni hluti gerir ráð fyrir að kostnaður við skattkerfisbreytingarnar verði 200 millj. kr. og innheimta muni versna um 500 millj. kr.
    Fyrsti minni hluti metur því að heildaráhrif þessara aðgerða geti numið um það bil 1.000 milljónum króna. Auk þess má benda á þann sparnað sem verður hjá sveitarfélögum og er ljóst að tillögurnar munu spara atvinnulífinu hundruð milljóna króna. Langtímaáhrif skattbreytinganna eru því afar mikil og er ljóst að þjóðarbúið mun tapa mörgum milljörðum króna á þessu tiltæki ríkisstjórnarinnar. Sumum þykir það hörð krafa að krefjast afsagnar ríkisstjórnar af þessu tilefni en sjaldan eða aldrei hefur verið ríkari ástæða til að hvetja meiri hluta Alþingis til að breyta áformum í skattamálum. Ef meiri hlutinn og ríkisstjórnin treystir sér ekki til þess á núverandi ríkisstjórn skilyrðislaust að segja af sér og fara frá.

Aðrar liðir á tekjuhlið.
    Varðandi aðra tekjuliði er rétt að benda á að liðurinn Kartöflugjald, 165 millj. kr., er háður óvissu og gjöldin hafa ekki verið greidd í samræmi við reglur. Til að komast hjá skattsvikum í þessu sambandi telur 1. minni hluti réttara að breyta tolli úr verðtolli í magntoll.
    Fyrsti minni hluti gerir athugasemd við liðinn Sala eigna, 500 millj. kr. Ófullnægjandi upplýsingar fengust um þennan lið eins og oftast áður. Á síðasta ári var áætlað að 1.500 millj. kr. kæmu inn í ríkissjóð vegna sölu eigna og var varað við slíku ofmati á síðasta ári. Sú gagnrýni hefur reynst réttmæt en enn er ofáætlað í þessu sambandi. Talið er eðlilegt að lækka þennan lið í 300 millj. kr.
    Með þeim ráðstöfunum, sem að framan eru greindar, er hægt að styrkja stöðu ríkissjóðs um 1 milljarð kr. og eru ekki dregnar þar frá minni tekjur af eignasölu þar sem þar er um óraunhæfar áætlanir að ræða.
    Við núverandi aðstæður er mikilvægt að styrkja stöðu ríkissjóðs og minnka halla. Fyrsti minni hluti vill því leggja til að varlega verði farið í að lækka útgjöld.

Alþingi, 18. des. 1993.



Halldór Ásgrímsson.


Kristín Ástgeirsdóttir.


Jóhannes Geir Sigurgeirsson.





Fylgiskjal III.

Álit



um tekjuhlið fjárlaga fyrir árið 1994.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Samkvæmt 25. gr. þingskapa vísar fjárlaganefnd tekjugrein fjárlagafrumvarps til umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar. Þetta var gert með sama hætti og áður en því miður hefur nefndin á engan hátt haft þann tíma til að vinna að þessu sem skyldi. Kemur þar til að á sama tíma hafa verið til umfjöllunar í nefndinni viðamikil frumvörp, bandormar í skattamálum og ríkisfjármálum auk lánsfjárlaga og fleiri mála.
    Flest voru þessi mál seint fram komin og skapaðist af þeim sökum mikið annríki í nefndinni.
    Verður það ekki of oft undirstrikað hversu bagaleg slík vinnubrögð eru. Verulegur metnaðarskortur er að láta það líðast ár eftir ár að vönduðum vinnubrögðum verði tæpast við komið sökum þess hversu seint mál koma fram og hve illa þau eru undirbúin af hálfu ríkisstjórnar og síðast en ekki síst eru mikilvæg atriði í lausu lofti vegna ósamkomulags í ríkisstjórn fram á elleftu stundu.

Grundvöllur fjárlagafrumvarps.
    Ljóst er að stefna núverandi ríkisstjórnar í ríkisfjármálum er hrunin. Stjórnin setti sér í upphafi að ná niður halla ríkissjóðs á 2–3 árum þannig að fjárlög yrðu hallalaus á árinu 1994 og með afgangi 1995. Reynslan er sú að hallinn hefur farið vaxandi ár frá ári, stefnir í hátt á annan tug milljarða á þessu ári, og fjárlagafrumvarp haustsins var lagt fram með meiri halla en áður hefur sést í slíku plaggi, eða rétt tæpum 10 milljörðum.
    Þessa þróun hefur leitt af því að hvort tveggja hafa útgjöld farið úr böndum og tekjuforsendur reynst óraunhæfar. Þannig hefur ríkisstjórnin ætlað sér að hafa miklar tekjur af hlutum eins og einkavæðingu sem síðan hefur að engu orðið. Er lýsandi fyrir þetta atriði að í fjárlögum yfirstandandi árs er reiknað með 1.500 millj. kr. í tekjur af einkavæðingu en þær verða að talið er um 100 millj. kr. Endaleysan með ráðstöfun veiðiheimilda Hagræðingarsjóðs hefur einnig valdið hundraða milljóna skekkju.
    Langalvarlegustu veikleikarnir í tekjuhlið fjárlaganna eru þó auðvitað þeir sem tengjast hinni mislukkuðu efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, þeirri frjálshyggjustefnu sem fylgt hefur verið, með samdrátt, niðurskurð og aðgerðaleysi að leiðarljósi, sem leitt hefur til mikils samdráttar í tekjum ríkissjóðs, samhliða hægagangi í allri efnahagsstarfseminni, vaxandi atvinnuleysi o.s.frv. Hinn stórfelldi halli á ríkissjóði ár eftir ár veldur svo því að ríkissjóður er sem óðast að lokast inni í heiftarlegri skuldagildru.

Breyttar þjóðhagsforsendur.
    Rétt er að hafa nokkur orð um þær nýju horfur í þjóðarbúskapnum sem Þjóðhagsstofnun hefur nýlega kynnt. Er þar fyrst og fremst um að ræða litlu betri útkomu á þessu ári en spáð hafði verið vegna þess að útflutningstekjur munu verða nokkru meiri en ætlað var og aukast um 3,7% í stað 2%. Viðskiptahalli verður nokkru minni en ætlað hafði verið eða um 3 milljarðar í stað 5,5.
    Þetta er vissulega jákvætt og af hinu góða svo langt sem það nær en breytir þó litlu um stöðuna í heild. Batinn er fyrst og fremst tilkominn vegna mun meiri veiði utan landhelginnar en áður og munar þar mest um aflaverðmæti úr Smugunni sem nálgast 2 milljarða kr. Er það næsta kaldhæðnislegt að nokkur þjóðhagsbati, sem ríkisstjórnin státar nú af á sérstökum blaðamannafundi, er aðallega tilkominn vegna veiða í Smugunni en fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar sl. sumar voru að reyna að koma í veg fyrir þær. Þegar upp er staðið veldur þessi bati ásamt með öðrum breytingum því að talið er að tekjur ríkissjóðs muni vaxa um nálægt 300 millj. kr. miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins og er ekki ástæða til að draga það mat í efa.
    Horfur á næsta ári eru eftir sem áður dökkar og breytast þær næsta lítið þrátt fyrir nokkru betri útkomu á þessu ári. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir jafnmiklum verðmætum vegna veiða utan landhelgi á næsta ári og eru að skila sér á þessu eru horfurnar slíkar.
    Ástæða er til að hafa fulla fyrirvara á forsendum fjárlagafrumvarpsins og tekjuáætlun ríkissjóðs á næsta ári að mati 2. minni hluta og vísast í því sambandi til þess sem hér hefur verið rakið sem og reynslunnar.

Breytingartillögur við frumvarp til laga um breytingar í skattamálum.
    Á þskj. 412 flytur undirritaður breytingartillögur við frumvarp um breytingar í skattamálum, en hann skipar 3. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar í því máli. Breytingartillögurnar eru útskýrðar í nefndaráliti á þskj. 411 á eftirfarandi hátt:
    Lagt er til að persónufrádráttur hækki um 400 kr. á mánuði eða 4.800 kr. á ári og verði 287.064 kr. miðað við skattvísitölu gildandi tekjuskattslaga eða nálægt 292.000 kr. fyrir tekjuárið 1994. Það þýðir að skattfrelsismörkin komast yfir 58.000 kr. á mánuði í stað þeirra 57.000 kr. sem stefnir í að óbreyttu. Kostnaður ríkissjóðs af þessum breytingum er nálægt 680 millj. kr. á ári.
    Þá er lagt til að tekjuskattur fyrirtækja haldist óbreyttur á árinu 1994 vegna tekna ársins 1993, þ.e. 39% í stað þess að lækka í 33% eins og ríkisstjórnin áformar. Þessi breyting gefur ríkissjóði um 300 millj. kr. í tekjur.
    Þá er lagt til að fallið verði frá því að leggja virðisaukaskatt á fólksflutninga innan lands og á þjónustu ferðaskrifstofa. Þessar breytingar kosta ríkissjóð um 250 millj. kr. Alþýðubandalagið er andvígt upptöku virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og greiddi atkvæði gegn málinu á síðasta þingi. Þriðji minni hluti mun styðja breytingartillögu um að fella niður virðisaukaskatt af ferðaþjónustu í heild en flytur til vara þessa tillögu um fólksflutninga nái það ekki fram að ganga.
    Lagt er til að horfið verði að nýju frá því að leggja virðisaukaskatt á íslenskar bækur, bókaskatt. Þessi breyting kostar ríkissjóð um 300 millj. kr.
    Í 5. tölul. breytingartillagnanna eru sömu efnisatriði á ferð og í 3. og 4. tölul., þ.e. verið er að undanskilja fólksflutninga, þjónustu ferðaskrifstofa og sölu íslenskra bóka ákvæðum 14. gr. laganna um virðisaukaskatt.
    Hér er lagt til að gildistaka lægra skattþreps á matvæli verði 1. mars næstkomandi, en ekki 1. janúar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Ljóst virðist að ríkisstjórnin hafi alls ekki sinnt undirbúningi málsins sem skyldi og jafnframt hafa komið fram efasemdir frá kaupmönnum um að hægt verði að láta breytingarnar taka gildi strax 1. janúar nk. Frestun á gildistöku lækkunarinnar um tvo mánuði, eða eitt uppgjörstímabil virðisaukaskatts, sparar um 500 millj. kr., en á móti koma útgjöld vegna niðurgreiðslna, sbr. næsta lið.
    Í samræmi við frestun á gildistöku lægra skattþreps á matvæli til 1. mars er lagt til að við 32. gr. bætist ákvæði til bráðabirgða um auknar niðurgreiðslur, sambærilegar við þær sem verið hafa við lýði á þessu ári þar til lækkunin kemur til framkvæmda. Kostnaður vegna þessa fyrir ríkissjóð er um 100 millj. kr.
    Lagt er til að sérstakt hátekjuskattþrep, sem lagt er á tekjur einstaklinga yfir 200 þús. kr. og hjóna yfir 400 þús. kr. á mánuði, sbr. lög nr. 111/1992, verði hækkað um 3 prósentustig, þ.e. úr 5% í 8%. Þetta gefur ríkissjóði tekjur upp á u.þ.b. 250 millj. kr.
    Tekjuöflun samkvæmt þessum tillögum er 1.050 millj. kr. en útgjöldin eru nokkru meiri eða um 1.330 milljónir. Munar þar mest um hækkun persónufrádráttarins.“
    Áhrif þessara breytingartillagna á afkomu ríkissjóðs eru ekki miklar eða samtals nettóútgjöld upp á 250–300 millj. kr. Er það svipuð stærð og tekjuauki ríkissjóðs vegna lítillega betri þjóðhagsspár.
    Að þessu sögðu vísar 2. minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar allri ábyrgð af afgreiðslu málsins á hendur ríkisstjórninni og varar við bjartsýni á að forsendur þessara fjárlaga muni standast frekar en þeirra fyrri sem þessi ríkisstjórn hefur borið fram.

Alþingi, 17. des. 1993.



Steingrímur J. Sigfússon.