Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 1 . mál.


458. Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1994.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (SigG, StB, EKG, ÁJ, ÁMM, GunnS).



    Við 6. gr. 3.3 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. 3.6 Liðurinn orðist svo:
        3.6    Að selja núverandi sendiherrabústað í París og kaupa eða leigja annan í staðinn.
    Við 6. gr. 3.10 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. 3.15 Liðurinn orðist svo:
        3.15    Að selja allt að 7 ha landspildu ásamt útihúsum á jörðinni Lauftúni í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.
    Við 6. gr. 3.18 Liðurinn orðist svo:
        3.18    Að selja allt að 20 ha úr jörðinni Löngumýri í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.
    Við 6. gr. 3.23 til 3.30 Liðirnir falli brott.
    Við 6. gr. 3.39 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. 3.55 Liðurinn orðist svo:
        3.55    Að selja fasteignina Austurbugt 3, Reykjavík.
    Við 6. gr. 3.56 Liðurinn falli brott.
    Við 6. gr. 5.2. Liðurinn orðist svo:
        5.2.    Að kaupa dagblöð eða aðalmálgagn þingflokks fyrir stofnanir ríkisins, allt að 100 eintökum af hverju blaði.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.60    Að selja Hjarðartún 4–7, húsnæði gömlu heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík og verja andvirðinu til að byggja bifreiðageymslu fyrir sjúkrabifreið og til lóðaframkvæmda við nýju heilsugæslustöðina.
        3.61    Að selja starfsmannaíbúð að Urðarvegi 80, Ísafirði, og nýta andvirði sölunnar upp í kaup á nýjum embættisbústað.
        3.62    Að selja ms. Geir goða.
        3.63    Að selja fasteignina Bjarkargrund 30, Akranesi.
        3.64    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Langanesvegi 3B, Þórshöfn.
        3.65    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Suðurgötu 40, Hafnarfirði.
        3.66    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Kvíholti 10, Hafnarfirði.
        3.67    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Mímisvegi 16, Dalvík.
        3.68    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Suðurgötu 103, Akranesi.
        3.69    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Fjarðarstræti 28, Ísafirði.
        3.70    Að selja fasteignina Heinaberg 17, Þorlákshöfn.
        3.71    Að selja núverandi skrifstofuhúsnæði sendiráðsins í Washington og kaupa eða leigja annað í staðinn.
        3.72    Að selja núverandi sendiherrabústað í New York og kaupa eða leigja annan í staðinn.
        3.73    Að selja jörðina Hvol I í Ölfushreppi, Árnessýslu.
        3.74    Að selja jörðina Kvisti í Ölfushreppi, Árnessýslu.
        3.75    Að selja jörðina Smiðjuhólsveggi í Álftaneshreppi, Mýrasýslu.
        3.76    Að afhenda Landgræðslu ríkisins eignir Fóður- og fræverksmiðjunnar, Gunnarsholti að fenginni tillögu landbúnaðarráðherra.
        3.77    Að selja og kaupa eða leigja húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Tryggingastofnunar ríkisins.
        3.78    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í skólabyggingum að Laugalandi í Eyjafirði.
        3.79    Að semja við Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið um yfirtöku og afnot eigna ríkissjóðs að Staðarfelli í Fellsstrandarhreppi að höfðu samráði við menntamálaráðherra og fjárlaganefnd.
        3.80    Að selja 15 ha landspildu úr jörðinni Laxamýri í Reykjahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu.
        3.81    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Tryggvagötu 28, Reykjavík.
        3.82    Að selja Þuríðarstaði í Fljótsdalshreppi Norður-Múlasýslu að fenginni tillögu landbúnaðarráðherra.
        3.83    Að hafa makaskipti á hluta lóðar við Miðás 1–5 á Egilsstöðum og landi við Fagradalsbraut.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        4.8    Að kaupa húsnæði fyrir tækjastöð Brunamálastofnunar ríkisins.
        4.9    Að kaupa húsnæði vegna uppbyggingar heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.10    Að kaupa húsnæði fyrir sjúkrabifreið og líkhús á Vopnafirði.
        4.11    Að kaupa eignarhluta meðeigenda og selja fasteignina Skeljanes 10, Reykjavík.
        4.12    Að kaupa fasteignina Tunguháls 6, Reykjavík og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.13    Að kaupa húsnæði fyrir Vísindaráð og Rannsóknaráð ríkisins í tengslum við samrekstur stofnananna og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.14    Að kaupa húseignina T-634 innan varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.15    Að kaupa húsnæði fyrir Háskólann á Akureyri og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.16    Að kaupa húsnæði í Ólafsvík fyrir embætti sýslumanns Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.
        4.17    Að kaupa Hótel Valhöll á Þingvöllum og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.18    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra á Akureyri og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.19    Að kaupa viðbótarhúsnæði til nota fyrir embætti sýslumannsins í Búðardal og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.20    Að ganga til samninga um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæslu Íslands og taka til þess nauðsynleg lán.
        4.21    Að kaupa geymsluhúsnæði fyrir Þjóðskjalasafn Íslands að höfðu samráði við menntamálaráðherra.
        4.22    Að kaupa íbúðarhúsnæði við Eiríksgötu í Reykjavík til nota fyrir Ríkisspítala og taka til þess nauðsynleg lán.
    Við 6. gr. Nýir liðir:
        5.10    Að semja um uppgjör og fella niður skuldir vegna graskögglaverksmiðja.
        5.11    Að draga úr starfsemi ríkisstofnana með almennri hagræðingu að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra og í samráði við fjárlaganefnd.
        5.12    Að koma til aðstoðar litlum hitaveitum þar sem mikill stofnkostnaður hefur leitt til hárra heimtaugargjalda og gjaldskrár og/eða veiturnar eiga í erfiðleikum með greiðslu afborgana af teknum lánum í samráði við iðnaðarráðherra að fengnu samþykki fjárlaganefndar.
        5.13    Að greiða sérstakar bætur til bænda sem verst hafa orðið úti vegna harðæris vorið og sumarið 1993.
        5.14    Að endurskoða reglur um aksturskostnað ríkisins, auglýsingar og greiðslur til starfsmanna ríkisins fyrir yfirvinnu, ferðakostnað og nefndar- og stjórnarlaun. Þetta verði gert með því að fjármálaráðherra er heimilt að lækka laun og önnur gjöld stofnana ríkisins í A- og B-hluta fjárlaga 1994 um allt að 0,5% hjá hverri stofnun, þó að hámarki 50 m.kr. samtals.
        5.15    Að ákveða að innheimta ekki gatnagerðargjöld af Suðurflugi hf. á Keflavíkurflugvelli.
        5.16    Að ákvarða og greiða, að fengnu samþykki landbúnaðarráðherra, bætur vegna skerðingar veiði á árunum 1984–1987 að báðum árunum meðtöldum til eigenda jarðanna Bóndhóls, Holts og Brennistaða og Ölvaldsstaða í Mýrasýslu.
        5.17    Að lækka heildargjöld stofnana samgönguráðuneytisins í A- og B-hluta fjárlaga 1994 um allt að 0,4% hjá hverri stofnun, þó að hámarki 40 m.kr. samtals, að fengnum tillögum samgönguráðherra. Andvirði þessa verði lagt til markaðsátaks erlendis til þess að lengja ferðamannatíma á Íslandi.
        5.18    Að leggja fjármagn í Vinnumatssjóð Háskólans á Akureyri í samræmi við kjarasamninga þegar reglur um vinnumatskerfi hafa verið afgreiddar.
        5.19    Að fella niður lán Krýsuvíkursamtakanna hjá ríkissjóði.